Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 133
Skírnir] Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum.
127
maður Dj.erirs, kvað það níð um Tejm-ættina, að ef niðj-
ar hennar og þrælar þeirra yrðu á vegi hans, þá væri
sér ekki auðið að sjá, hverjir væru húsbændur og hverjir
þrælar.
Auk lofkvæða og níðkvæða fer allmikið fyrir
mansöngvum í kveðskap Araba. Arabar eru, eins og aðr-
ar suðrænar þjóðir, geðríkir, og tilfinningar þeirra eru
ofsafengnar, hvort sem er heift og hatur eða ástir. Aðal-
gildi arabskra mansöngva er ýmist fólgið í lýsingunni á
ástmeynni, á líkamsfegurð hennar og ytri yfirburðum,
eða þá í harmtölum yfir ástum, sem einhverra hluta
vegna lánuðust ekki, ekki sízt ef svo stóð á, að ástmeyj-
an var þegar öðrum gefin.
Sérstaklega er manlýsingum skáldsins Imru-l-Qais,
sem uppi var á sjöttu öld, viðbrugðið. Hann var sonur
Hudjr Akil-al-Murár, konungs ættarinnar Kinda, sem
bjó í miðbiki Arabíu. Imru-l-Qais varð ósáttur við föður
sinn, vegna þess hvað hann var umsvifamikill í ástamál-
um, og varð hann að hverfa að heiman af þeim sökum.
Hafði ósættið ekki hvað sízt sprottið af mansöngvum
hans um Fátima af ’Udhra-ættinni. Bæði Arabar sjálfir
svo og aðrir telja Imru-l-Qais vera lang fremstan
arabskra skálda. Sérstaklega þykir Evrópumönnum afar
mikið koma til helztu drápunnar, qaside, sem hann kvað.
Veldur því litauðgi líkinganna, sem hann notar, og létt-
ur og mjúkur hrynjandi kvæðisins, myndauðgi þess og
hugðnæmur blær, og ekki hvað sízt andagiftin,- æsku-
gleðin og æskufjörið.
Skáld ’Udhra-ættarinnar voru talin fremstu harm-
töluskáldin. Um sum þeirra skálda segir sagan, að þau
hafi dáið af harmi yfir ástum, sem ekki lánuðust. Ást
þessara skálda og ástmeyja þeirra var oft óáleitin, losta-
laus hugarást, en slík ást varð fræg meðal Araba, og
var kennd við ’Udhra-ættina, og kölluð hubb ’Udhri,
’Udhra-ást. Það er til saga af því, að konu einni, sem
heyrði að maður væri af ’Udhra-ættinni, yrði ósjálfrátt
að orði: „Einn þeirra, sem deyja, er þeir elska“. Einna