Skírnir - 01.01.1934, Page 134
128
Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum. [Skírnir
hugðnæmust þykir mér sagan af Urwa og Afra’u, sem
unnust hugástum frá barnæsku, en fengu ekki að njót-
ast vegna þess, að vargurinn móðir hennar var svo harð-
brjósta að gifta hana ríkum manni, og minnir sú saga
að mörgu leyti á söguna af Gunnlaugi Ormstungu og
Helgu hinnifögru. En af þessu hlaut Urwa’ meðal Araba
nafnið ,,sá, sem ástin deyðir“, katíl al-hubb. Ætt þessi
mun vera mörgum kunn úr kvæðum Heines, en þar er hún
nefnd Asr.
Fyrir daga Muhammeðs voru konur mikils metnar
og áhrifamiklar meðal Araba, en úr því dró síðar, er
kenning spámannsins breiddist út. Áður gátu konur oft
■sjálfar ráðið gjaforði sínu, og þær gátu skilið við menn
:sína, ef þeim þótti aðbúðin ill. Þá var ekki litið á kon-
urnar sem ambáttir, heldur voru þær taldar jafnokar
karla og félagar þeirra. Konurnar kveiktu andagift í
brjóstum skáldanna, og þær eggjuðu karla til stórræða
og töldu í þá hug í orrustum. Þær voru skörungar mikl-
ir eins og íslenzkar konur til forna, og hefir áður verið
að því vikið.
Vegna þess hve konum var þá gert hátt undir höfði,
gat verið viðurhlutamikið að kveða til þeirra mansöngva
eða brunavísur, og þá helzt ef slík kvæði gerðust nær-
göngulli en hæfa þótti. Það var því ekki dæmalaust,
að af hlytust óeirðir og víg. Er sama að segja héðan af
Islandi, að það var ekki með öllu háskalaust að yrkja
mansöngva, eins og nóg dæmi eru af í Islendingasög-
um, enda segir í Grágás: „Ef maður yrkir mansöng um
konu ok varðar skóggang“.
Annars er til sögukorn, sem lýsir því nokkuð vel,
hvernig Arabar litu á mansöngva og skáldskap yfir-
leitt. Það er sagt, að kalífinn Muáwia af Ummaja-ætt-
inni hafi sagt við bróðurson sinn, sem sagður var nokkuð
laus á kostunum: „Heyrt hefi eg, að þú sért skáld, en
varast skalt þú, frændi, mansöngva, nasíb, því að þeir
skaprauna tignum konum, og níðvísur, hidjá, því að af
þeim móðgast góðir drengir, og þær ýta undir fjölmælis-