Skírnir - 01.01.1934, Side 135
Skírnir] Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum.
129
menn. Varast skalt þú ennfremur lofkvæSi, madíh, því að
þau girnast framhleypnir menn. En þú skalt yrkja lof
um ætt þína, og vísur, sem eru sjálfum þér til sóma, en
■öðrum til lærdóms“.
Loks eru erfidrápurnar allverulegur liður í skáld-
skap Araba, og hefir þeirra þegar verið minnzt nokkuð.
Er þar líkt á komið með Islendingum að fornu og nýju,
því að um fátt hefir þeim orðið tíðkveðnara en látna
menn, enda eru erfidrápur eins og Sonatorrek og Há-
konarmál kunnugar víða um heim.
Þar skilur með Islendingum og Aröbum, að á mið-
öldum hnignaði íslenzkum bókmenntum, en arabskar
bókmenntir lifðu gullöld mikla ,eftir að Muhammeðstrú,
Islám, kom til sögunnar. Það risu upp feikna miklar bók-
menntir, og það var lögð mikil rækt við sagnfræði, skáld-
skap og allskonar vísindi, en það yrði of langt mál, að
&era grein fyrir því að sinni. Eitthvað hundrað árum eftir
Muhammeð var farið að rannsaka arabska heiðni, Djá-
hilijja, og skáldskap hennar af miklu kappi, og voru þá
skráðar fjölmargar fornsögur og fornkvæði, sem fram
að því höfðu geymzt í minnum manna. Ættartölur, nöfn
°g vísur, er þó ekki allt af að marka að fullu, því að
munnmælin hafa það til að fara rangt með um slíkt.
Sama vísa er til dæmis stundum eignuð fleirum skáldum
en einu, og erþað heldur ekki dæmalaustá íslandi. Kann-
ast munu til dæmis flestir við það, að hin gullfallega
vísa „Brámáni skein brúna“ er eignuð bæði Gunnlaugi
ormstungu og Kormáki.
Undir miðja tíundu öld var margt af þessum
fornsögum og fornkvæðum dregið saman í mikið safn,
sem heitir Kitáb al-agháni, og er það hrein gullnáma um
allt, sem að þessu lýtur. Er ritið í 22 bindum og hefir
að geyma mesta fjölda af sögum og kvæðum og æfisög-
um skálda og rithöfunda. Mikið hafa og arabískir höf-
undar samið af svo nefndum adaö-bókum, safnritum,
sem hafa að geyma leiðbeiningar um mannasiði og alls
konar menningarfróðleik, og svipar þeim að vissu leyti til
9