Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 136
130
Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum. [Skirnir
alfræðiorðabóka, eins og þær gerast nú á dögum. 1 þess-
um bókum er oftast, með öðru, allvíðtækur kafli um sögu
Forn-Araba, og úr einu slíku safni hefi eg þýtt sögurnar
af Kuleib og Qais, sem hér hafa verið sagðar. Safnrit það
er kallað Kitáb al ’iqd al faríd, en það er á íslenzku: háls-
menið, og hefir Abú Omar Ahmed b. Muhammed b. Ab-
dirabbihi gengið frá því. Hann lézt í Cordoba á Spáni
árið 940.
í ritum þessum fer mjög mikið fyrir ættartölum,.
bæði ættanna sjálfra og einstakra manna. Hér er enn
svipur með íslendingum og Aröbum, því að báðir leggja
mikla rækt við ættvísina, og eins er það hjá báðum, að
ættartölurnar eru stundum nokkuð viðsjálar, enda er
ekki við öðru að búast, þegar þær hafa geymzt í manna
minnum öldum saman.
Því verður ekki neitað, að það virðist fljótt á litið
furðulegt, að svo margt skuli vera líkt með Aröbum og
Islendingum í hugarfari, háttum og menningu, eins og
hér hefir v.erið sýnt fram á, svo langt sem er á milli
þeirra, — önnur þjóðin situr nær miðbiki jarðar, en hin
býr norður við heimskaut. En sé vel að gáð, er þetta
allt með feldu; því valda lík ytri lífsskilyrði. Mennirnir
fæðast að vísu í þennan heim með sérstökum persónu-
legum einkennum og eiginleikum, en allt mótast það
í uppvextinum og um langa ævi af umhverfinu, og menn-
irnir samræmast því, svo að það liggur við að segja
megi, að það skapi mennina. Þarf því enginn að undr-
ast, þó að þjóðum, sem við lík lífskjör eiga að búa, kunni
að svipa hvorri til annarrar, enda þótt skilji þúsundir
rasta.