Skírnir - 01.01.1934, Page 138
132
Fagurt mál.
[Skírnir
sig og tíðustu sambönd þeirra; þeim væri síðan raðað
eftir fegurð og athugað, hve oft hin fegurstu þeirra kæmu
fyrir að tiltölu við hin. Hver á þá að dæma um það,
hvaða hljóð eru fegurst? Ef íslendingar ættu að dæma
um íslenzku hljóðin, þá er hætt við að dómurinn yrði
vilhallur, því að í þessu efni sem öðrum þykir löngum
hverjum sinn fugl fagur. Og af sömu ástæðu mundi
dómur útlendinga varla talinn óyggjandi. Þeim mundi
að líkindum þykja þau hljóð og hljóðasambönd íslenzk-
unnar fögur, er þeir könnuðust við úr sínu máli, og varla
þykja t. d. jb-hljóðið eða cZZ-hljóðið í gull fagurt, meðal ann-
ars af því, að þeir ættu erfitt með að greina það og bera
það fram“.
Eftir þetta tilfærir Guðmundur ástæður A. G. van
Hamels fyrir þeim dómi sínum, að íslenzkan sé fagurt
mál, og ummæli Rasks um fegurð hennar í endingum.
Þetta er því nær það eina, sem sagt er um fegurð ís-
lenzkunnar frá formsins, hljóðanna sjónarmiði.
I.
En er þá hægt að gera betur? Er nokkur leið að
ákveða fegurð þeirra málhljóða, er íslendingar — eða
aðrar þjóðir — láta sér um munn fara? Er yfir höfuð
hægt að tala um fögur eða ófögur hljóð?
Eg hygg, að flestir, sem íhuguðu málið, myndu
verða að játa, að ekki væri hægt að finna neinn álgildan
mælikvarða fyrir fegurð hljóðanna. Eiga þau í því sam-
merkt við flesta þá hluti, sem kallaðir verða fagrir eða
ljótir. Tökum alþekkt dæmi. Rímnalögin okkar eru nú
frægust fyrir það, að þegar ensku sjóararnir heyra þau
í útvarpinu, telja þeir einhvern Klepp-járn kominn í
tólin og flýta sér að loka fyrir sönglistina. Sömu tilfinn-
ingu hefi eg, þegar eg verð að hlusta á ameríska jazz-
músík, eða það, sem þeir kalla „crooning“; mætti kann-
ske kalla það væluraul á voru máli. Og spyrjum svo
kvæðamennina eða Jón Leifs um rímnalögin, en amer-