Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 139
Skírnir]
Fagurt mál.
133
íska unglinga um væluraulið og mun þá kveða við
annan tón.
En ef ekki verður fundinn neinn algildur mælikvarði
á fegurð hljóðanna, þá verður að lúta lægra, og vita
hvort ekki megi komast fyrir, hvað menn séu yfirleitt að
fara, þegar menn tala um fegurð máls og hljóða eða
á hinn bóginn um ljótt mál og ljótan framburð. Ekki
segja menn þetta alveg út í loftið.
Hvað mundu menn þá kalla ljótt mál með tilliti
til framburðar í sínu eigin móðurmáli?
Fyrst og fremst mundi framburður þeirra manna
vera álitinn Ijótur, sem á einhvern hátt eru blestir í máli,
stama^ ieru holgóma, gormæltir, smámæltir, drepa í
skörð, eða hafa á einn eða annan hátt gallaðan fram-
burð svo áberandi sé.
Ljótt þykir það og, að „draga seiminn“, sem kallað
er, hvort sem er í lestri eða tali. Að vísu mun það hafa
verið alsiða, að presturinn drægi seim á stólnum, og þótti
slíkt mikil kurteisi við Drottinn; en þó átti klerkur það
á hættu, að gárungarnir hermdu eftir honum í sinn hóp,
°S sýnir það, að svo gátu menn ekki almennt talað.
Yfirleitt má maður ekk'i vera „skrítinn í málinu“ á
neinn hátt, ekki hafa neina málkæki, ekki vera of fast-
ttiæltur eða of linmæltur, ekki of fljótmæltur, ekki
bvoglumæltur, ekki má drafa í mönnum tungan, — já,
svona mætti lengi halda áfram.
Og enn þá eitt: ljótt þykir flestum mál þess manns,
ertalar annarlega mállýzku. Þannig apa aðrir Vestfirð-
higa fyrir að segja ganga, Norðlendingar þola illa að
heyra Sunnlendinga segja taga fyrir taka; og heyrt hefi
eg merkan Þingeying bera sig illa undan því að hlusta
a útvarpsþuluna segja stúlka, hanvpur o. s. frv. upp á
sunnlenzku. Hins vegar mundu flestir Sunnlendingar,
eins og eg, segja, að norðlenzki framburðurinn eins og
habbði, laggði væri allt annað en fallegur.
Eftir öllu þessu að dæma, sýnist manni að hin