Skírnir - 01.01.1934, Síða 141
Skírnir]
Fagurt mál.
135
sennilega aldrei. Því að hann verður einhverjum þeim
kostum búinn, sem aðeins fáir útvaldir munu kunna.
Hverjir þeir kostir séu eða eigi að vera, er ekki svo gott
að ákveða einu sinni fyrir allt, allra helzt af því, að enn
sem komið er hefir aldrei verið gerð tilraun til að lýsa
frá vísindalegu sjónarmiði framburði þeirra manna, sem
að flestra áliti hafahaftbeztan talanda íslenzkra manna.
Hér gætu Útvarpsstöðin og Háskólinn tekið höndum
saman og bætt úr brýnni þörf með því að láta taka upp
á grammófónplötur mál þeirra manna, er nú þykja tala
bezt íslenzku, auk annarra merkra og einkennilegra
manna, og svo kannske einhverra, er þættu góðir full-
trúar hins almenna máls.
En þótt hér sé á sandi að byggja, verður að reyna
að gera sér grein fyrir því, í hverju kostir fagurs máls
— sumir hverjir a. m. k. — séu innifaldir. Og kemur
Wér þá fyrst af öllu í hug vísan, sem mér var kennd,
.þegar eg var að læra að draga til stafs:
Skrifaðú bæði skýrt og rétt,
svo skötnum þyki snilli,
orðin standa eiga þétt,
en þó bil á milli.
Falleg skrift og fagurt mál hafa það sameiginlegt,
að það á ekki að vera hægt að villast ,,um myrkan staf“
«ða óskýrt hljóð, hvað þá heil orð. Skýr verður hinn
fagri framburður að vera fyrst og fremst; sé hann óskýr,
er hætt við misskilningi, og hin fyrsta krafa, sem gera
verður til hins ótvíræða hugsanamiðils, er að engu höfð.
Nú mættu menn spyrja, hvað er skýr framburður?
Ef þekkja skal hann af því, hve vel hann „dregur“ frá
balanda til hlustanda,1) þá mætti kannske læra eitt-
bvað af því, hvernig við tölum, þegar einhver hefir hváð
1) Sjálf hljóðin eru mismunandi langdræg, og má flokka þau
eftir því. Þau, sem kveðin eru mest opnum munni og mestri rödd,
t. e. sérhljóöin a, e, o,), eru langdrægust, hin, sem kveðin eru mest
loknum munni og- minnstri rödd eða raddlaus (p, t, k), draga
skemmsta leið.