Skírnir - 01.01.1934, Síða 142
136
Fagurt mál.
[Skírnir
eftir því, sem við höfum sagt. Að sjálfsögðu endurtökum
við setninguna, en til þess að hún heyrist betur, brýnurn
við kannske röddina, oft samfara hækkun rómsins, eða
tölum miklu hægar og þar á ofan myndum við líklega
reyna að tala miklu nákvæmar en í fyrsta sinn. Allt hjálp-
ar þetta til að gera orðin langdrægari, en þó kannske ekk-
ert eins og nákvæmnin í framburði, enda er það þessi ná-
kvæmni, sem menn eiga við, þegar menn tala um skýr-
an framburð. Mismunurinn á skýrum og óskýrum fram-
burði er að sínu leyti eins og mismunurinn á hreyfing-
um vel og illa æfðrar leikfimissveitar.
Eg hefi nokkrum sinnum vikið að því, að málið eigi
að vera ótvíræður hugsanamiðill, og því sé nauðsynlegt
að tala skýrt og greinilega. Tökum t. d. setningu eins og:
„næst verður messað á annan í jólum klukkan hálf tvö“.
Hér er allt undir því komið, að hvert atriði skiljist ná-
kvæmlega. Bezt er því, að bera þetta fram í meðalháum
tón með skýrum áherzlum og nákvæmum framburði. En
nú er því svo farið um sumt, sem maður ber sér í munn,
að þar er fullt eins mikil áherzla á því einu, að veita
hugsun eða tilfinning útrás, eins og á því, að einhver
hlustandi veiti henni viðtöku óskertri, og því fullkomlega
skiljanlegri. Allir kannast við stúlku, sem rekur upp
hljóð, þegar hún sér mús, eða biður guð að hjálpa sér.
Hér talar stúlkan fyrst og fremst fyrir sjálfa sig; ósjálf-
rátt veitir hún angist sinni útrás, án þess að hugsa um
það, hvort nokkur heyri hana eða ekki.
Þannig er málið ekki aðeins hugsanamiðill, sími
frá manni til manns, heldur einnig viðbragð, sem mað-
ur tekur við áhrifum, ytri og innri, og útlausn tilfinn-
inga vorra.
Þannig þjónar málið tveimur herrum: skynsemi
vorri og tilfinningum. Meðan skynsemin situr við stýrið,
er talið skýrt og nákvæmt, en þegar kenndirnar taka við
stjórn, raskast nákvæmnin, og talið getur kafnað í stjórn-
lausu öskri. Yfirleitt má segja, að tilfinningar leiki meira
á nótur tónanna, og troði fastar belg áherzlunnar, held-