Skírnir - 01.01.1934, Síða 143
Skírnir]
Fagurt mál.
137
ur en skynsemin, sem vinnur mest með nákvæmni tal-
hljóðanna.
En ef skýrt og nákvæmt tal er fagurt, er þá mál til-
finninganna ljótt, þótt þar sé minna um skýrleikann?
Stundum mundu menn kalla það ljótt, en ekki mundu
menn þó vilja leggja það fyrir óðal. Og þeir, sem vilja
ná fullu valdi á hinu volduga hljóðfæri, sem manns-
röddin er, verða ekki síður að nema rödd tilfinning-
anna en hið slétta mál skynseminnar.
En hér er eg aftur kominn að hinum ,,fáu útvöldu“,
sem leiða almenning og ákveða með dæmi sínu, hvað sé
fagurt mál. Að vísu getur verið álitamál, hvort þeir eru
svo fáir, þegar öll kurl koma til grafar. Því eg hygg, að
innan hvers samfélags (heimilis, skólabekks, stéttar, o.
s- frv.) megi ávallt finna einn (eða kannske fleiri), sem
félagarnir taka sér til fyrirmyndar, um málfar ekki síð-
ur en annað. Þessir leiðtogar skapa þá stefnuna sjálf-
rátt eða ósjálfrátt; en þeir láta kannske leiðast af öðr-
um fyrirmyndum, og fer þetta mjög oft eftir mannvirð-
ingum, en annars er smekkur manna oft mjög sérstæð-
Ur og, að því er virðist, óútreiknanlegur. Hver fann t. d.
UPP á því, að tala um Iðnó, Menntó og Kvennó? Því
kann eg ekki að svara, en hitt er víst, að þetta hefir
bótt sniðugt, og því komst það á loft.
Annars má segja, að yfirleitt stefni alþýða manna
bangað, sem æðri stéttirnar beina brautina, og þaðan
stafa áhrif höfuðstaðarins á málfar manna. En innan
þessara æðri stétta hafa sumir menn sérstöðu til að beita
áhrifum sínum til mótunar málinu. I þessum flokki eru
kennarar, ræðumenn miklir, leikarar og skáld. Um kenn-
arana skal ekki tala hér, þótt þeir séu sú stétt manna,
sem einna mest áhrif ættu að hafa á framburð almenn-
iugs, þar sem þeim er beinlínis ætlað að gera það. Þeir
burfa því vitanlega að hafa góðan undirbúning í hljóð-
fuseði og málvöndun.
Engir þurfa eins á máltækni að halda og ræðumenn
°g leikarar, og engra manna mál ætti að vera fegurra