Skírnir - 01.01.1934, Page 144
138
Fagurt mál.
[Skírnir
en þeirra. Þeir eiga að geta látið mál, skynsemi og til-
finningu draga til yztu endimarka leikhússins og til
innstu takmarka mannshjartans. Ef leikhús íslands á
fyrir sér að þróast og dafna, má gera ráð fyrir því, að
það verði merkilegur skóli íslenzku máli.
„Skáld eru höfundar allrar rýnni“, segir vor elzti
málvitringúr, og hér má bæta því við, að þeir eru höf-
undar málsins, og voldugir spámenn um framtíð þess.
Fyrir einni öld snöru Fjölnismenn málinu á sveif hins
forna máls, nú eru skáldin að snúa til yngri fyrirmynda,
til hinna íslenzku miðalda.
Skáldin hafa einkum áhrif til að breyta víindum
málsins, ef svo mætti að orði komast, síður einstökum
hljóðum. Allt, sem þeir skrifa, er bundið við hinn per-
sónulega hátt þeirra, og á þetta við eigi síður um lausa-
málshöfunda en þá, er yrkja í bundnu máli. En til dæm-
is um hverju skáld fá áorkað til fegrunar málinu, skal
eg taka Þorstein Erlingsson. Öllum mun koma saman
um það, að enginn hafi ort sléttar fersketlur en Þor-
steinn Erlingsson. Spurningin er, hvernig er þessu var-
ið, í hverju liggur ágæti þeirra? Tökum dæmi:
Margoft þangað mörk og grund
mig að fangi draga,
sem fær anga út við sund
eftir langa daga.
Þegar menn lesa eða kveða svona stöku, munu menn
að jafnaði draga lengur rímorðin í 2. og einkum 4. vísu-
orði heldur en í 1. og 3. Hátturinn krefst þess. Skyn-
semin segir manni þá, að betur mundi fara á því í hætt-
inum, að nota orð með löngum sérhljóðum í 2. og 4.
vísuorði — alveg eins og Þorsteinn gerir í ofangreindri
stöku. —
Til þess nú að ganga úr skugga um, hvort Þorsteinn
hefði ort ferskeytlur sínar með þetta lögmál sjálfrátt
eða ósjálfrátt í huga, taldi eg öll dæmi tvíkvæðra og
einkvæðra rímorða bæði í ferskeytlum hans og öðrum
kvæðum í kvæðabók hans (Þyrnum 1918). Fann eg þá