Skírnir - 01.01.1934, Page 147
Skírnir]
Fagurt mál.
141
Nú er tungunum geysi-misskipt í þessu tilliti; það
kemur fyrir, að náskyldar tungur hafa mjög ólíkt hljóða-
far, og á hinn bóginn geta al-óskyldar tungur haft mjög
áþekkt hljóðafar.
Til dæmis um hið fyrra má taka dönsku og sænsku.
Allir vita, að þessi tvö mál eru svo náskyld, að hafi út-
lendingur lært að lesa annað á bók, þá kemst hann fram
úr hinu auðveldlega. En fullyrða má, að maður, sem
talaði og skildi sænsku vel, mundi ekki skilja neitt í
talaðri dönsku. Og honum mundi þykja málið ógurlega
Ijótt. Flestallir íslendingar vita þetta af eigin reynslu.
Pyrsta útlenda málið, sem þeir læra, er danska — á
bók1). Ef þeir hafa lesið til nokkurra muna, getur vel
verið, að þeim hafi þótt hún falleg. Einn góðan veður-
dag hitta þeir svo danskan mann, eða koma til Dan-
merkur. Þá uppgötva þeir, að þeir skilja ekki neitt. Á-
stæðan er sú, að hljóðafar dönsku er geysiólíkt hljóða-
fari íslenzku. Aftur á móti eru íslenzka og sænska mjög
álíkar að byggingu, og afleiðingin er sú, að flestum ís-
lendingum þykir sænska fagurt mál, ef þeir annars hafa
nokkur kynni af henni.
Til dæmis um al-óskyldar tungur með svip-
uðu hljóðafari má taka íslenzku og finnsku. Eins
°g kunnugt er, stendur finnskan utan við fjölskyldu
hinna indogermönsku mála, sem annars ná óslitið frá ís-
landi í norðvestri til Indlands í suðaustri. Þrátt fyrir það
niá heita, að flest öll hljóð, sem notuð eru í finnsku, sé
Því sem næst eins og samsvarandi hljóð í íslenzku, og
auk þess hafa báðar tungurnar það sameiginlegt, að
áherzlan er jafnan á fyrsta atkvæði orðs. Til sönnunar
þessu þurfa íslendingar ekki annað en rifja upp fyrir
1) Þ. e. í staðinn fyrir hin réttu dönsku hljóð setja þeir venju-
lega inn þau íslenzk hljóð, sem næst þeim komast. Allir íslenzkir
menntamenn læra dönsku á þennan hátt, og þótt þeir dvelji svo
arum skipti í Danmörku, er alveg undir hælinn lagt, að þeir læri
nokkurn tima hinn rétta framburð. Hins vegar læra vinnukonur,
sem aldrei lita í kennslubók, að tala rétt á einum vetri eða svo.