Skírnir - 01.01.1934, Síða 148
142
Fagurt mál.
[Skírnir
sér, hvað gerðist á Þingvöllum 1930. Sendimaður Finna
las þar upp langt ávarp, og skildi eg hann vel, þótt eg
stæði allfjarri. Þó kunni þessi sendimaður ekki orð í ís-
lenzku. Ávarp hans hafði verið þýtt á íslenzku fyrir
hann, og hann las það blátt áfram upp af blaðinu!
Eg get bætt því við, að mér hefir ávallt þótt finnska
skýrt og fallegt mál, þótt ekki lærði eg að skilja hana.
Af Norðurlandamálum hefir mér þótt sænska fal-
legust, þar næst nýnorska, þá ríkismálið, en danskan
ljótust. (NB. Eg á hér alltaf við hið talaða mál).
Af fjarskyldari málum þykir mér áhöld um þýzku og
ensku; en hollenska og franska þykja mér ljótar tung-
ur, víst af því eg skil þær ekki, og þó hollenskan ljót-
ari en franskan.
Hvorki skil eg ítölsku, spönsku né grísku, en falleg
þykja mér þessi mál á að heyra. Ljótari þykir mér rúss-
neska, einkum sökum blísturshljóða hennar.
Hér mætti nú skrifa langt mál um það, hvers vegna
þessi mál láta svo í eyrum mér, en eg verð að nefna
fátt eitt, og þá helzt um þau mál, sem eg þekki.
Ef litið er á dönskuna, þá hefir hún fyrst og fremst
mörg einstök hljóð, sem eru mjög frábrugðin samsvar-
andi ísl. hljóðum, t. d. r, ð, t, a, ov (rödgröd, nat, dag,
skov) o. s. frv. Verra er þó, að reglur um lengd hljóða
og samstafna eru oft mjög ólíkar (ikke, suppe, tid),
en verst er kannske að venjast hinum einkennilega hreim
dönskunnar með rembingi þeim og hljóðrofi er hon-
um fylgir.
í sænsku er hreimurinn að vísu einkennilegur og
ólíkur íslenzkum hreim að nokkru leyti. Aftur á móti
eru reglur um lengd hljóða og samstafna mjög áþekkar
í íslenzku og sænsku, sömuleiðis áherzla. Og þótt ýmis-
legt sé af ólíkum hljóðum 1 sænsku og íslenzku, þá er
munurinn miklu minni heldur en á dönsku og íslenzku.
Ástæðan til þess, að mér fellur þýzka að sumu leyti
betur en enska, hygg eg að sé sú, að í einu grundvallar-
atriði eru þýzka og íslenzka mjög áþekkar, báðar tung-