Skírnir - 01.01.1934, Page 149
Skírnir]
Fagurt mál.
143;
ur greina skýrt milli langra og stuttra sérhljóða. Enn-
fremur eru sérhljóð þýzkunnar ekki óáþekk íslenzkum
hljóðum; í hvorugri tungunni kveður ýkjamikið að því,
að löng hljóð klofni í tvíhljóð, og þó minna í þýzkunni.
Enskan er ólík íslenzku í báðum þessum atriðum.
Fyrir íslenzkt eyra er lengd sérhljóða í ensku afar-
breytileg og óregluleg, mjög langt frá tvískiptingunni
í langt og stutt. Þá er annað höfuðeinkenni enskra sér-
hljóða, hve hætt þeim er til klofningar í tvíhljóð, ef þau
eru löng. íslenzka hefir að vísu tilhneigingar í sömu átt,
en ekki nærri eins áberandi. Þetta er þeim mun óviðkunn-
anlegra í ensku, sem hættara er við mállýzkunum í öll-
Uln þessum tvíhljóðamyndunum. En í munni þeirra
manna, sem halda lengd sérhljóðanna og tvíhljóðstil-
breytninni innan vissra takmarka, þykir mér enskan
^jög fallegt mál.
Hér hefi eg þá reynt að gera grein fyrir því, sem
mér — íslendingnum — þykir fagurt og Ijótt mál utan
^óðui'máls míns. Og, eiris og eg gaf í skyn í byi’jun, eru
Það ávallt afbrigðin frá því sem mér, sem íslenzkum
ttianni, er tamt, sem valda mér óþægindum og þess vegna
vmðast mér ljót.
En nú væri fróðlegt að heyra dóm útlendinga um
^lenzkt mál. í því skyni fór eg yfir all-margar ferða-
bækur eftir útlendinga — þær sem eg gat náð í á Con-
Sressional Library — en árangurinn varð lítill. Flestar
hafa ekki neit að segja um málið, en dómar þeirra fáu,
Sem eitthvað segja um það, eru sennilega litaðir af hug-
ai’fari því, sem sá einstklingur ber til þjóðarinnar yfir-
leitt, úlfúð eða velvild. Þannig segir t. d. Gustav Stoi’m1)
f^á lærðum enskum ferðalang, er þóttist hafa fundið
Sotneskar áletranir í kii’kju á Suðui’landi og skýrði þær
begar, þótt ekki kynni hann orð í íslenzku. En sá lærði
ft^aður var mjög óánægður með ísland og einkum ís-
1) Minder fra en Islandsfærd, Chria, 1874, bls. 103.