Skírnir - 01.01.1934, Side 150
144
Fagurt mál.
[Skírnir
lendinga, sem hann sagði, að ,,ekki töluðu mennskt mál“.
Og þegar A. Engström kom til íslands hér á árunum og
hugsaði gott til að hlusta á hið kröftuga mál feðra sinna,
þá varð hann víst fyrir vonbrigðum eigi all-litlum, því
að honum þótti málið allra líkast kínversku. Hins vegar
er Ameríkumaðurinn P. C. Headley J) augsýnilega mjög
hrifinn af landi og þjóð; hann tilfærir fyrst ummæli ein-
hvers Dr. Hayes um málið, kveðst Hayes hafa orðið for-
viða á hinum mikla þokka (great sweetness) málsins í
samtölum. En sjálfur segir Headley um ræðu Eiríks
Magnússonar á Þingvöllum: ,,Hún var á íslenzku; en
hin auðuga hrynjandi og hljómfylling hinnar fornu
tungu var unaður eyranu (the rich rhythm and resonan-
ce of the ancient tongue were a delight to the ear). Var
merkilegt að heyra (surprising), hve hún stakk í stúf
við hinar fyrri dönsku ræður“.
Annars er Headley ekki einn um það, að lofa þokka
(sweetness) íslenzkrar tungu. Dufferin lávarður segir
svo um fyrstu kirkjugöngu sína í Reykjavík:-) ,,Það
var í fyrsta skipti, að eg heyrði íslenzku talaða í sam-
hengi, og þótti mér hún einkennilega mjúk og kjassmál
tunga (it struck me as a singularly sweet caressing lan-
guage), þótt mér félli ekki hinn sérkennilegi fallandi
(cadence), er stappaði nærri tóni (chant), sem allar
setningar enduðu með“. Hér á lávarðurinn augsýnilega
við prédikunartóninn.
Litaður af velvilja höfundar er og sýnilega dómur
Elisabeth J. Oswald 1 2 3) um íslenzkuna. Hún er yfirleitt
bæði hissa og hrifin að heyra bændurna tala þetta vanda-
sama mál, án þess að hnjóta nokkru sinni í beygingun-
um! Hún segir ennfremur, að í fjarlægð láti málið eins
og vel töluð, en fremur ógreinileg (slurred) enska, enn-
1) The Island of fire, or A Thousand Years of the Old
Norsemen’s Home 874—1874, bls. 289.
2) Letters from high latitudes (1878), bls. 27—28.
3) By Fell and Fjord, or Scenes and Studies in Iceland, 1882,
bls. 56 og 119.