Skírnir - 01.01.1934, Side 151
Skírnir]
Fagurt mál.
145
fremur sé málið mjög kröftugt og hljómfagurt (has a
great forc.e and musical expression), þegar því sé beitt
réttilega í ræðu, þó því verði ekki neitað, að í venjulegri
samræðu sé það of oft ógreinilegt (slurred) og þvoglað
niðri í koki (murmured in the back of the throat) með
þeim hætti, sem útlendingum sé mjög ógeðfelldur.
Annar enskur (amerískur?) ferðamaður frá síðustu
árum,x) sem augsýnilega sér bæði kosti og lesti þjóðar-
innar, segir svo um málið: ,,Að því er mér heyrist, er
íslenzka meir í kverk kveðin (more guttural) en tungur
hinna Norðurlandaþjóðanna, eins og þær hefðu upprætt
hin óviðkunnanlegu hljóð um tíu alda skeið“.
Eg hefi að lokum aflað mér álits manns, sem allra
núlifandi erlendra manna mun þekkja íslenzku bezt frá
formsins sjónarmiði. Það er prófessor Kemp Malone. —
Hann segir svo:
„íslenzka er tunga, sem lætur sérlega vel í eyrum
mér, en eg á óhægt með að greina skynjanir mínar, svo
að sagt verði með vissu, hvað það er í málinu, sem mér
fellur svo sérstaklega í geð. Eflaust er mikið af hljóm-
fegurðinni geðrænt: ást mín á öllu íslenzku gerir eyrað
óumflýjanlega næmt fyrir samræmi, en seint til að taka
eftir nokkru ósamræmi. Þó hygg eg, að einhver hlutræn
(objective) fegurð liggi hér að baki. En þetta eru þrjú
einkenni talaðrar íslenzku, sem, að minni hyggju, draga
til formfegurðar.
(1) Einstök hljóð notuð í íslenzku máli eru mörg
°g breytileg, en flest þeirra eru fremur kveðin þunnri
tungu en þykkri (svo eg noti hér tækniorð úr hinni ís-
lenzku hljóðfræði minni).-) Þannig vantar í íslenzku
hljóð eins og þýzkt sch, ch, ú og ö. Þessi tíðni hinna
tunguþunnu hljóða gæðir málið eins konar glæsileik,
1) Harry A. Frank, A Scandinavian Summer [Copyr. 1930
by the Century Co.], bls. 365.
2) The Phonology of Modern Icelandic, 1923, bls. 11—12.
10