Skírnir - 01.01.1934, Page 152
146
Fagurt rnál.
[Skírnir
áþekkum glæsileik latínunnar, gefur henni hljóðlipurðr
ef svo mætti segja.
(2) Hljóðasambönd íslenzkunnar hafa til að bera
samræmi í byggingu og styrk í innviðum, er gefur mál-
inu klassiskan blæ. Þessi klassiski blær kemur að miklu
leyti af því, hve orðaforðinn er samkynja, en einkum þó
af hinum ströngu reglum, er ráða áherzlu og lengd.
(3) Varðveizla sérhljóðseinkenna í áherzlulaus-
um samstöfum gefur íslenzku viðkunnanlega tilbreytni
í hreim í samanburði við hið einræmislega -e í málum.
eins og dönsku og þýzku.“
Að lokum skal eg benda á ýms einkenni í íslenzku
máli, sem óvenjuleg eru í nágrannamálunum, og ættu því
að gera sitt til að útlendingum þætti málið Ijótt.
Guðm. Finnbogason hefir þegar bent á það, að óvön-
um útlendingum mundi þykja þ og dl ljót hljóð. Þess er
þó að minnast, að enskumælandi þjóðir hafa þ, einar
allra germanskra þjóða, auk íslendinga. En Norður-
landabúar gera venjulega t úr því, Þjóðverjar s.
Af sama tæi og ll í allur, snjall eru samböndin í höfn,
habbði, karl, varla, beinn, einna, vatn, fugl, ógn. Hér er
tvennt sérkennilega íslenzkt. Fyrst eru lokhljóðin b, d,
g órödduð og ívið lengri og harðari í framburði en í öðr-
um norrænum málum, þýzku og ensku, að maður nefni
ekki frönsku og önnur rómönsk mál. Þar næst er l og n
óraddað í þessum samböndum, nema sérhljóð fylgi, og
er það líka ekki venjulegt. Þegar franski hljóðfræðing-
urinn, J. Poirot, var að lýsa orði eins og vatn, þá hug-
kvæmdist honum ekki annað betra en að kalla n ,,nef-
kveðið t“.
Þá er að nefna forngripina hr, hl, hn í upphafi orða,
sem öll önnur frændmálin hafa fyrir löngu lagt fyrir óð-
al, og þess vegna valda flestum útlendingum óþæginda.
Þeir hafa jafnvel valdið mörgum hljóðfræðingum heila-
brota.
Loks er að nefna órödduðu lin- og nefhljóðin, sem
íslenzkan, einkum sunnanlands, er svo auðug af. I velta,-