Skírnir - 01.01.1934, Síða 154
148
Fagurt mál.
[Skírnir
lendar tungur þykja því fegurri, því nær sem þær standa
móðurmálinu að hljóðafari.
En auk þessa má alltaf finna einstaklinga, sem hafa
sérstakar skoðanir á fegurð máls, og ef þeir á einhvern
hátt geta látið til sín taka, er viðbúið, að þeir geti hverft
svo skoðun og smekk almennings, að ný ,,stefna“ hefj-
ist, og málbreyting verði af. Eitthvert merkilegasta
dæmi um slíka smekkbreyting er það, þegar franskar
hirðfrúr á 17. öld tóku upp á því, að láta sér þykja fínt
að vera gormæltar, en síðan öpuðu aðrir það eftir þeim
og korrið breiddist út — ekki aðeins um Frakkland, held-
ur einnig um Þýzkaland, Danmörku, Noreg og Suður-
Svíþjóð. Og að ísland hafi ekki alveg verið ósnortið
má marka af því, að eg hefi þekkt konur, sem létu sér
þykja það fallegast, að vera gormæltar.
Annað dæmi um smekk einstaklings má finna í rit-
gerðum Guðmundar Björnssonar, landlæknis, um fagr-
an framburð.x) Aðalatriði í skoðun Guðmundar var það,
að fegra mætti íslenzkan framburð, með því að leggja
niður órödduð hljóð, sem myndast hafa úr eldri sam-
böndum raddaðra hljóða. Dæmi þess taldi hann orð eins
og stúlka, kampur, Sveinki, liafði, sagði, þar sem hann
áleit norðlenzka framburðinn bæði eldri ogfegurri. Ann-
að dæmi voru orð eins og fjall, hefla, sigla, barn, þar sem
Guðmundur vildi taka upp hinn forna framburð: fjall
(sbr. Palli), hevla, siZla, barn.
Eitt af aðalrökum Guðmundar, ef eg man rétt, var
það, að þessi framburður færi betur í söng, og er það
óneitanlegt. Órödduð hljóð verða ekki sungin. Annað,
1) Sbr. Rangritunarheimska og framburðarforsmán, Skóla-
blaðið 1. okt. 1912, sbr. Lögr. 9. okt. 1912, sjá og svar Boga Ólafs-
sonar í Ingólfi 14. jan. 1913 (Rangritunarheimska og framburðar-
forsmán). Guðm. Björnsson hefir og skrifað um „Hljómbætur" í
Skólabl. 1. des. 1913. Síðan skrifar svo J. J. Smári um framburð
í Landið 29. júní, 6. og 13. júlí 1917. Sbr. ennfremur grein eftir H.
í Morgunblaðinu 24. okt. 1920 og svar Jóh. L. L. Jóh. í Morgunbl.
29. okt. 1920.