Skírnir - 01.01.1934, Síða 155
Skírnir] Fagurt mál. 149
sem mælt gæti með þessum framburði, er það, að rödd-
uð hljóð heyrast betur, eru langdrægari frá manni til
manns en órödduð. Hugsanlegt væri því, að mál, er væri
ríkt af rödduðum hljóðum, einkum sérhljóðum, væri
betri hugsanamiðill, en mál, sem fullt er af órödduðum
hljóðum, allskonar sámhljóðasamböndum. Enþað ervíst,
að íslenzkan er býsna auðug af samhljóðum og það
órödduðum samhljóðum, auk margra samhljóða-sam-
banda. Væri röddun höfuðatriði fegurðar, mundi ís-
lenzkan því mælast illa í samanburði við tungur, sem
auðugri eru að sérhljóðum, eins og t. d. japanska, þar
sem venjulega skiptist á sérhljóð og samhljóð (sbr.
Tokio, Nagasaki, Yokohama).
Þó eru dæmi til þess, að mönnum þyki sómi að sam-
hljóðunum. Hvað sögðu menn um Björnstjerne Björn-
son? Bare at hans konsonantstærke navn nævnes, det er
som at hejse Norges flag! Augsýnilega eigna menn sam-
hljóðendunum hér kraft og kjarna, og það er ekki alveg
gripið úr lausu lofti, því að sennilega heimta þeir meiri
vöðvavinnu en sérhljóðin. Eða sóma þau sér ekki allvel,
samhljóðin, í vísubroti Einars Benediktssonar:
Hátt slær nösum hvæstum
hestur í veðri geystu.
Gjósta af hjalla hæstum
hvín í faxi reistu.
Hér eru það hin stuttu sérhljóð, stýfð af hinum
sterku samhljóðum, er skapa hina einkennilegu staccato
hrynjandi, er fellur svo vel við efni’ð og lætur oss heyra
hófaskelli hestsins áísnum. (Sbr. ,,glymdrápur“ G. Finn-
bogasonar.)
Niðurstaðan verður því sú, að bæði sérhljóð og sam-
hljóð stuðli hvor á sinn hátt að málfegurð, ef rétt er á
haldið. En til þess segir hinn ríkjandi smekkur þjóðar-
innar á hvaða tíma sem er.