Skírnir - 01.01.1934, Side 157
Skírnir]
Hljóðvillur og kennarar.
151
til. Auk þess er það enginn samjöfnuður, hve miklu
færri eru orð með y (ý), en orð með i > e, u > ö. Til
dæmis get eg tekið það, að eg fann með því að telja
2000 sérhljóð í samanhangandi kafla í íslenzkri forn-
sögu (Hrafnk.s.) 264 e, 349 i, 62 í, 143 u, 48 ö, 29 y og 4 ý.
Hér getur þá venjulegt barn óhljóðvillt verið í vafa
um hin 349 i -þ 29 y, 62 í + 4 ý, og auk þess er þess að
-gæta, að af þessum 349 ikoma % á endingar, og má fljótt
nema þau á brott með því að gefa barninu þá reglu, að
V komi aldrei fyrir í endingu. Eftir verða þá aðeins 117 i
á móti 29 y, sem barnið verður að læra að greina, og hef-
ir reynslan sýnt, að reglan um uppruna hjálpar vel til
Þess, en að öðrum kosti æfing í að skrifa orð með y.
í þessu sambandi má minnast á tvær námsaðferðir,
sem báðar geta reynzt vel, allt eftir misjöfnu upplagi
nemandanna. Önnur, og hún einfaldari, er sú, að hafa
orðið svo oft fyrir nemandanum, skrifa það svo oft á
töfluna, að hann læri það í sinni réttu mynd. Eg gizka
á, að sjón-næmum börnum komi sú aðferð vel. Um sjálf-
a.n mig veit eg, að eg lærði réttritun tiltölulega fljótt og
án þess að þurfa að hafa mikið fyrir að læra reglur, hið
skrifaða mál sitlaði einhvern veginn ósjálfrátt inn í með-
vitund rnína. Aftur á móti hefir góður kunningi minn,
ágætur kennari, sagt mér það, að hann hafi þurft að
hafa mikið fyrir að læra réttritun, en það, sem bjargaði
honum í land, voru reglurnar. Afleiðingin af þessu mis-
jafna upplagi okkar var sú, að hann hafði — og hefir —
allar réttritunarreglurnar á hröðum höndum, en mér eru
engar tiltækar.
Nú eru reglur auðvitað því aðeins verðmætar, að
ekki verði of mikið af þeim. Því er það, að hér í Ameríku
hefir verið tekin upp sú kennsluaðferð við lestrarkennsl-
nna, að láta börnin læra að þekkja orðin í stað þess að
láta þau fyrst greina einstök hljóð þeirra (stafina). Or-
sökin er auðvitað sú, að ensk stafsetning er orðin svo
vonlaus hrærigrautur, að engar líkur eru til, að veslings
börnin geti hýst allar þær reglur og undantekningar, er