Skírnir - 01.01.1934, Side 158
152
Hljóðvillur og kennarar.
[Skírnir
greiddu úr þeirri flækju. í stað þess hafa þeir kosið að-
ferð Kínverja: að láta barnið læra vissa samsetta mynd
fyrir hvert orð.
Aðferðin er góð, þegar öðru betra er ekki til að
dreifa, en augsýnilega er hún erfið börnum, sem vilja
og þurfa á reglum að halda, eins og þessi vinur minn,.
sem eg nefndi áður. Steingrímur Arason hefir innleitt
hana á íslandi og lét, að eg man, vel yfir árangri hennar.
Þó fer því fjarri, að hún sé eins bráðnauðsynleg við
kennslu íslenzkrar stafsetningar, eins og hún er ómiss-
andi við enskukennslu. Því svo fjarri er íslenzk stafsetn-
ing þó ekki framburðinum, enn sem komið er.
Eftir þennan útúrdúr er þá komið að vandamálinu:
Er hægt að finna nokkrar reglur til leiðbeiningar kenn-
urum og börnum, sem blanda saman i og e í riti?
Eg segi í riti, því þegar eg þekkti til, blönduðu menn
ekki saman hljóðunum í framburði. Um framburðinn giltu
þessar reglur:
1. e verður aldrei i: beð verður aldrei bið, hestur aldrei
histur.
2. i verður e aðeins í sérstökum tilfellum: þ. e. ef það er
langt og ekki áherzlulaust, t. d.: vita > veta, byða >
beða, skyr > sker, Viðey > Veðey, bila > bela, vitur
> vetur, vit > vet, við > veð, svið > sveð, skip
> skep. Alþýðublaðið > -blaðeð, Vísir > Víser (þeg-
ar strákarnir eru að selja þau á götum bæjarins og
draga endinguna).
3. i verður ekki e, en heldur sínu upphaflega hljóði, ef
það er stutt: vistir, lyst, hitta, binda, yndi, yrkja
o. s. frv.
Skilyrði til þess að nokkur breyting geti orðið — í
framburði — á i, er þá sú, að hljóðið sé langt.
Nú eru í íslenzku afar einfaldar reglur um það, hve-
nærsérhljóð eru löng (og stutt).
1. Þau eru löng, ef þau standa í enda orðs: sá, sló, hné,
— i kemur varla fyrir í enda orðs, nema þá í endingu::
hali, krummi og þá ívið styttra, en þó fremur langt.