Skírnir - 01.01.1934, Side 159
Skírnir]
Hljóðvillur og kennarar.
153
2. Löng eru sérhljóð, ef einn samhljóður fer á eftir þeim:
tal, tala, beð, beða, skip, skipa, við, viða, sili, biti, hiti
o. s. frv. Þetta er aðalreglan.
3. Löng eru sérhljóð einnig á undan samhljóðasambönd-
unum p, t, k, s + j, v, r: hypja, vipra, — flytja, götva,
titra, — lykja, vökva, vikri, — grysja, lausra,
Að öðrum kosti eru sérhljóð ávallt stutt: það er að
segja: ef á eftir þeim fer annað hvort tvöfaldur samhljóði:
vella, villa, hylla, pyttur, eða tveir eða fleiri samhljóðar:
bystur, hestur, villtur, virtur o. s. frv.
Víkjum nú snöggvast að því, sem verður fyrir lesar-
anum af e-um og i-um, ef hann tekur sér bók í hönd. Til
þess að gera sér, þó ekki sé nema óljósa, hugmynd um það,
hefi eg talið öll þau e og i, sem fyrir komu á 10 síðum í
Hrafnkels sögu, og varð niðurstaðan þessi:
e alls: 651 stutt e: 306 langt e: 345 i í endingum: 520
i alls: 785 stutt i: 110 langt i: 155
y alls: 83 stutt y: 37 langt y: 46
Gerum nú ráð fyrir, að þessi kafli gefi oss nokkurn
veginn rétta hugmynd um tíðni hinna einstöku flokka
hljóðanna. Auðvitað þyrfti að telja hljóðin í mörgum
nútíma skrifum, til þess að fá réttari hugmynd um hlut-
föllin, en þetta mun þó fara nokkuð nálægt sanni.
Nú sést það á augabragði á töflunni, að tíðni hinna
rangt frambornu hljóða er fremur lítil í hlutfalli við hitt,
sem rétt er framborið. Stutt e og i halda sínu rétta hljóði
(beztur : bystur), sömuleiðis langt e (vetur), aðeins hin-
um löngu i-um er ranglega slengt saman við e (vitur verð-
ur vetur). Nú er að vísu i í endingum mjög oft framborið
sem e, oftast nær þegar það er langt, og meiri hluti end-
ingar i-a er langt. En að því er rithátt snertir, er hér gott
1 efni, því að e er aldrei ritað í endingu, má því með einni
skýrri n't-reglu losna við öll þessi endingar i > e:
Rita ávallt i, aldrei e í endingum.
Þá er spurningin, hvernig bezt er að glíma við hljóð-