Skírnir - 01.01.1934, Page 160
154
Hljóðvillur og kennarar.
[Skírnir
in, framburð og rithátt, í orðstofnum? Hér virðist mér
hin ofanskráða tafla eindregið benda í þá átt, að hyggi-
legastsé að reyna að leggja framburð barnsins til grund-
vallar fyrir tilrauninni fremur en hið ritaða orð.
Þetta hefir þann mikla kost, að ef barninu er kennt
að greina rétt framburð sinn, þá er því þar með fengið
tæki til að leiðrétta sinn ranga framburð og fer þá hvort
tveggja saman, leiðrétting málsins og skriftarinnar. Sé
skriftin ein lögð til grundvallar, get eg ekki séð, að um
annað verði að ræða en páfagaukslærdóm, greindarlaus-
an, og getur það auðvitað verið góð aðferð fyrir sum börn.
En ef leggja skal framburð til grundvallar, er bezt
að ráðast á garðinn þar, sem hann er lægstur, og kenna
nemandanum að þekkja og skrifa rétt þau orð með e og
i (y), sem hann í framburði greinir réttilega. Hugsa eg
mér, að kennarinn gæti farið að því eitthvað á þessa leið:
Til er fjöldi orða með e og i (í stofni), þar sem þú
gerir réttan greinarmun þessarra hljóða í tali. Langt til
helmingur allra orða með e og i kemur í þennan flokk.
Öll þessi orð hafa það sameiginlegt, að e og i í þeim er
stutt, en það kemur aftur til af því, að í öllum orðunum
fara tveir eða fleiri samhljóðendur á eftir sérhljóðinu
(undantekning frá þessu er falin í 3. reglunni um lengd
á bls. 153, og hér þarf auðvitað að kenna lengdarreglurn-
ar til hlítar). Til dæmis getur svo kennarinn valið ein-
hver orð, er nemandinn læri og noti sem mælistiku á
önnur svipuð orð; t. d. mestur : mistur, heldur : Hildur,
hertur : hirtur, vella : villa, hella : hilla, o. s. frv.
Hafi barnið nú lært rétta stafsetningu í setningu
eins og: Hildur var heldur byst, þótt hún væri bezta
skinn,1) þá ætti það með athugun að geta sett e og i rétt
í öllum orðum, þar sem tveir eða fleiri samhljóðendur
fara á eftir sérhljóðinu.
1) Kannske væri gott að kenna börnunum að tala um ennis-e
og kinnar-\, í stað þess að tala um opið og lokað e (i) eða i með
punkti. Á sama hátt: ö í tnnn og u í munnur.