Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 161
Skírnir]
Hljóðvillur og kennarar.
155
En þá er komið að þeim orðum, sem e og i er í raun
og veru blandað saman í framburði, það er að segja:
i verður ávallt að e, en e óbreytt. Af töflunni sézt, að
þetta verður í meira en helmingi e- og i- orðanna. Af henni
sést líka, að orðin með löngu i (y) eru nær helmingi færri
en orðin með löngu e. Það bendir til þess, að rétt væri að
láta börnin læra smám saman lista af í-orðum, en segja
þeim að rita annars e.
Einnig hér ætti það að hjálpa til, að vekja eftirtekt
barnanna á, að í öllum þessumflokki er e (i) langt, sam-
kvæmt reglunum á bls. 152—3.
En nú er það í raun og veru svo, að í f jölda orða skipt-
ist á í framburði hinna hljóðvilltu langt e og stutt i (í i-
orðunum), vegna þess, að stundum fer í beygingu eða
orðmyndun einn samhljóði, stundum tveir eða fleiri. —
Dæmi: smiður frb. smeður, en eignarf. smiðs. Á sama
hátt hylur (helur : hyls, bylur (belur) : byls, byr (ber)
: byrjar (bíða byrjar), siður (seður) : til siðs; lifur (lef-
ur) : lifrar, il (el) : iljar, klyf (klef) : klyfjar; skyr
(sker) : skyrs, kyn (ken) : kyns, lyf (lef) :lyfja(búð),
rif (ref) : rifja, þil (þel) : þilja, vikur (vekur) : vikri,
sykur (sekur) : sykri, hin (hen) : hinni, mikill (mek-
ill) : miklum, digur (degur) : digran, eg skil (skel) : að
skilja og svo framvegis.
Þótt hljóðvilltur maður geti rímað saman her : skyr
(sker), þá getur hann ekki rímað hers : skyrs, og sýnir
hað, að skyr hefir i-hljóð en ekki -e.
Sama kemur oft fram í samsetningum, af því að ef
tveir eða fleiri samhljóðar lenda á eftir sérhljóðinu (i),
styttist það og heldur þá sínu upphaflega hljóði. T. d.:
vinur (e) : vingjarnlega, þil (e) : þilfar, viður (e) : Við-
fjörður, en Viðey (Veðey), af því að þar verður aðeins
einn samhljóður á eftir og hljóðið (i = e) helzt því
langt.
Ef nú barnið hefir lært til hlítar að greina e og i í
framburði og riti, þar sem það er stutt, þá á það að
þekkja i hér í orðmyndunum með hinu stutta z-hljóði og