Skírnir - 01.01.1934, Page 162
156
Hljóðvillur og kennarar.
[Skírnir
geta ályktað frá því, að í öðrum myndum orðsins eigi
bæði að rita og bera fram i en ekki e.
Á þessu stigi málsins ætti að reyna að kenna barn-
inu hinn rétta framburð á löngu i með hliðsjón af hinu
stutta i, bæði einangraðan og í orðum þessum (menn
beri saman skip : skips (skep : skifs), sker : skers og
skyr : skyrs, o. s. frv.). Ekki efast eg um, að kennslan
reynist torveld, en eg get ekki komið auga á neina betri
aðferð en þá, sem eg nú hefi lýst. Dugi hún alls ekki,
geta menn alveg eins vel látið reka á reiðanum og notað
happa og glappa páfagauksaðferðir.
Eg hefi talað hér um i/y í sama vetfangi, af því að
hvort tveggja er eins framborið og y verður e ekki síð-
ur en i, er það er langt. y er t. d. mjög títt í veikum
sögnum af fyrsta flokki, og sýnir þá þátíðin upprun-
ann: hylja, eg hyl (hel) : huldi, smyrja, eg smyr (smer)
: smurði. Sbr. V. Guðmundsson, Isl. Grammatik, § 286.
Víðar má gefa reglur eftir form-flokkum orða, t. d.
er ávallt i í þátíð fleirt. og hluttaksorði fortíðar í sterk-
um sögnum af fyrsta flokki (bíta, beit, bitum, bitinn —
eina undantekningin er hlo.: beðinn af bíða); á sama hátt
er ávallt u í þát. fleirt. sterkra sagna af öðrum flokki
(bjóða, bauð, buiðum, boðinn). En þessar reglur verða auð-
vitað ekki notaðar fyrr en nemandinn hefir beyginga-
fræðina á valdi sínu.
Um u og ó' gilda hinar sömu reglur og um i og e,
u verður ö einungis þegar það er langt. Bæði þessi hljóð
eru miklum mun ótíðari en e og i og þarf því minni vinnu
að leggja í þau. u er að vísu mjög títt í endingum, en
þar gildir reglan: aldrei ö. í orðstofnum fann eg þessi
tíðnihlutföll á tíu bls. í Hrafnkels sögu:
stutt ö: 75 langt ö: 27
stutt u: 68 langt u: 32
Hér er þá að byrja á, að greina stutt ö og u í riti
eins og það ávallt er greint í framburði: hönd : hundur,
böndin : bundin o. s. frv. Þegar nemandinn villist eigi