Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 163
Skírnir]
Hljóðvillur og kennarar.
157
lengur hér, er að ráðast á langt ö og u, sem í tali hans
er óaðgreinilegt, ávallt ö, og byrja þar (eins og með
e > i) á orðum, sem hafa í sumum myndum stutt, í sum-
um langt sérhljóð. Framburður sérhljóðsins, þegar það
er stutt, sýnir, hversu rita skal, t. d. suöur (söður) : í
suðri, grunur (grönur) : grunsamlega..
Því fer nú fjarri, að eg hafi í þessum línum getað
bent á ráð til að ákveða öll orð með i (= e) eða u (= ö)-
Tökum t. d. orð eins og kvikur eða vitur. Eignarfall
þeirra er kviks, viturs, bæði með löngu hljóði. Það er að
vísu hugsanlegt, að i í kviks styttist [kvixs], en hitt er
a. m. k. jafn venjulegt, að þessi sérhljóðsstytting verði
ekki þar, sem stofn orðsins endar á p, t, k (tap, vit,
kok). Hljóðvilltur maður er því vís til að segja kvekur,
kveks, aftur á móti tæplega skeps af skep, heldur skifs.
í vitur breytist aðstaða hljóðsins ekkert, þótt eignar-
falls-s bætist við, hljóðvilltur maður segir því bæði vetur
°g veturs. í samsetningum eins og vitmaður, vitfirringur,
breytist heldur ekkert, þrátt fyrir tvo samhljóða á eftir i
(sbr. þó vitlaus frb. vittlaus), hér er nefnilega um undan-
tekningu að ræða, sem svo mætti orða. að ef orð. sem hefir
einfalt t, p, lc eða s í stofni, verður fyrri liður samsetning-
ar. þá helzt lengd undanfarandi sérhljóðs, hvort sem
síðai’i liður byrjar á sérhljóði eða samhljóði, — annars
er reglan sú, að þar sem tveim samhljóðum slær þannig
saman í samsettum orðum, þá stytta þau undanfarandi
sérhljóð. Menn beri t. d. saman mismuninn á sérhljóð
°g séreign, tilþrif og tileygður.
En þótt nóg sé eftir af orðum, sem engum reglum
verður við beitt, þá vona eg, að mér hafi tekizt með
þessum línum að sýna kennurunum fram á, að fyrirbrigð-
i > e, u > ö er ekki eins óreglulegt og þeim kann að
virðast eftir stílabókum krakkanna að dæma; og eg
vona líka, að mér hafi tekizt að benda á þá kennsluað-
íerð, sem virðist liggja í hlutarins eðli, ef menn einu
sinni hafa gert sér grein fyrir því.