Skírnir - 01.01.1934, Síða 164
Um ættartölukerfi.
Eftir Eið S. Kvaran.
Það er öllum kunnugt, sem nokkuð hafa fengizt við
ættfræði, hve miklum vandkvæðum það er bundið, að
setja ættir manna skýrt fram og skilmerkilega. Ef t. d.
rekja skal framætt einhvers einstaklings, þá tvöfaldast
tala forfeðra hans og formæðra við hvern ættlið, sem
ofar dregur í framættartalinu. I 1. ættlið á hann 2 for-
eldri, í 2. ættlið 4 forfeður og formæður (2 afa og 2 ömm-
ur), í 3. ættlið 8 (4 langafa og 4 langömmur), í 4. ætt-
lið 16, í 5. 32 o. s. frv. í 10. ættlið, eða á dögum Guð-
brands biskups Þorlákssonar, mundi núlifandi íslend-
ingur eiga 1024 forfeður og formæður og í 12. ættlið,
eða á dögum Jóns biskups Arasonar, mundi hann eiga
4096 forfeður og formæður, og ef rakið væri enn lengra
fram, eða til daga Lofts ríka Guttormssonar — en það
mun láta nærri, að til hans daga séu um 15 ættliðir —>
þá mundi tala forfeðra og formæðra hans nema 32,768!
Það liggur í augum uppi, að ekki er nokkurt viðlit, að
setja slíkan aragrúa af nöfnum skýrt fram og skilmerki-
lega, sízt af öllu með venjulegum frásagnarstíl, eins og
tíðkazt hefir hér á landi: hans móðir var, hennar faðir var,
hans foreldrar voru o. s. frv. Það yrði ekki heldur nokkrum
mennskum manni fært, að átta sig á slíkri ættfærslu.
Nú skal það reyndar tekið fram, að hér er aðeins
um hugsaðar tölur að ræða. í raun og veru mun enginn
núlifandi Islendingur eiga t. d. í 10. ættlið, eða samtím-
is Guðbrandi biskupi Þorlákssyni, 1024 forfeður og for-
mæður, heldur allmiklu færri. Þetta kemur til af þvi, að