Skírnir - 01.01.1934, Page 165
Skírnirl
Um ættartölukerfi.
153
samgiftingar hafa orðið innan ættarinnar sjálfrar, en
þær hafa þá afleiðingu í för með sér, að sömu forfeð-
urnir og formæðurnar koma tvisvar eða oftar fyrir í
framættartalinu. Forfeðrum og formæðrum fækkar því
tiltölulega því meir, sem ofar dregur í framættartalinu.
Er þetta afarfróðlegt fyrirbrigði og eitt af merkileg-
ustu rannsóknarefnum ættfræðinnar. Á þýzku er það
kallað ,,Ahnenverlust“, en á íslenzku mætti ef til vill
nefna það samætting.
Þá er framsetning á niðjatali ekki síður örðugleik-
um bundin. í framættartali tvöfaldast, eins og fyrr grein-
ir, tala forfeðra og formæðra reglulega við hvern ætt-
h mynd. Fornættartal í töluformi. í ferhyrndu reitina, sem standa
avullt vinstra megin, skal rita nöfn karlkynsins, en i þá kringlóttu
nöfn kvennkynsins.
lið, sem ofar dregur, svo framarlega, sem ofannefnd
samætting kemur ekki til greina. En í niðjatali verður
langtum meiri óregla, vegna þess, að tala niðjanna er
rnismunandi. Ef niðjatöl eru sett fram í frásagnarstíl eða
bókarformi, hefir þetta allmikla annmarka í för með
sér. Verður oft að fletta við mörgum síðum, til þess að
finna yngsta systkini þess elzta í niðjatalinu.
Til þess að ráða bót á ofangreindum vandkvæðum,
hefir mönnum hugkvæmzt, að setja ættartölur fram í
töfluformi (sjá 1. og 2. mynd). Slíkt töfluform hefir
°efað marga kosti fram yfir frásagnarstílinn eða bókar-
formið. Höfuðkosturinn virðist mér vera sá, að þær gefa
skýra mynd af ættinni og hvernig hún er byggð upp. Á