Skírnir - 01.01.1934, Page 167
Skírnir]
Um ættartölukerfi.
161
anna er jafnan mismunandi (sjá 2. mynd), og því ógern-
ingur að reikna út fyrirferð niðjatalsins 1 töfluformi.
Töfluformið leysir því ekki fyllilega úr vandkvæð-
um þeim, sem eru á framsetning ættartalna. Slík lausn
tel eg hins vegar að fáist með ættartölum í spjaldskrár-
formi, eins og nú skal lýst.1)
Spjöld skrárinnar skulu hafa tvo liti, t. d. græn
spjöld fyrir karlkynið, gul spjöld fyrir kvennkynið. Hver
einstaklingur framættar eða niðjatalsins hefir sitt spjald.
Á það skal rita helztu
áfanga æfi hans, t. d.
fæðingardag og ár,
fæðingarstað, gifting-
arár, dánarár o. fl.
Neðst á spjaldinu skal
vísa til frekari heim-
ilda um þann eða þá,
er spjaldið greinir frá.
Á efri rönd hvers
spjalds er ca. 2 cm
breið og 1 cm há spjald-
3. mynd. króna. Á hana skal rita
nafn þess, er spjaldið
skýrir frá. Spjaldkrónan skal vera á mismunandi stað á
spjaldröndinni, eftir því hvaða ættliðar spjaldhafi telst
fil- Nú skal raða spjöldunum sem hér segir: Til vinstri
handar skal standa spjald föðurins, til hægri spjald
uióðurinnar. Á milli beggja þessarra spjalda skal standa
spjald afkvæmis þeirra. Fremri hlutinn á spjaldkrónum
foreldranna skal grípa utan um aftari hlutann á spjald-
krónu afkvæmisins (sjá 3. mynd). Þetta er grundvöllur
hins nýja kerfis. Til vinstri við spjald föðurins skal
standa spjald afans, til hægri spjald ömmunnar, og svo
koll af kolli (sjá 4. mynd). Ef vér berum spjaldskrána
saman við töfluformið, þá sjáum vér fljótlega, að mun-
1) í þýzka tímaritinu „Volk und Rasse“, 3. hefti VIII. árg.
(1933), birtist grein eftir H. Götz um ættartölur í spjaldskrárformi,
sams konar og hér ræðir um. 11