Skírnir - 01.01.1934, Page 171
Nokkur orð um kirkjubækur.
Eftir Hallgrím Hallgrímsson.
I Þjóðskjalasafninu í Reykjavík er geymt það, sem
til er hér á landi af skjölum íslenzku kirkjunnar. Kennir
Þar margra grasa, og gegnir furðu, hve mikið er til af
skjölum og bókum, er við koma kirkjum og preststörf-
um hér á landi. Hér ætla eg að segja lítið eitt frá hin-
um svonefndu kirkjubókum, eða ministerialbókum, eins
°g bser voru vanalega nefndar, og húsvitjunarbókum
Prestanna. Auk þeirra er til ógrynni af öðrum bókum
klerkdómsins hér á landi.
Þessar bækur hafa lítið verið rannsakaðar ennþá,
°g lítið notaðar, nema af ættfræðingum. Fyrir þá eru
bær gullnáma. En þær eru miklu meira, þær eru stór-
kostlega merkilegar heimildir fyrir menningarsögu ís-
lands í hundrað ár, frá því um 1750 og fram yfir miðja
19. öld. Eg mun segja hér lítið eitt frá upphafi kirkju-
bóka hér á landi og benda á, hvað af þeim má læra, og
til hvers þær verða notaðar sem heimildir, en hér er
ekki rúm til að segja ítarlega frá rannsóknum þeim, er
eg hefi gert, enda er það enn ekki nema hálfunnið verk.
Tilgangur minn með þessum línum er að vekja athygli
manna á þeim fjársjóðum, sem fólgnir eru í kirkju-
bókunum.
Ekki verður sagt með vissu, hvenær prestarnir byrj-
uðu að halda kirkjubækur, en líklega hefir það verið um
miðja 17. öld, eða jafnvel fyrr. Má ætla, að það hafi
byrjað litlu síðar en í Danmörku, en þar eru til kirkju-