Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 172
166 Nokkur orð um kirkjubækur. [Skírnir
bækur frá 1611 og 1614, þó skemmdar séu, og getið er
um eina frá 1572, en hún er nú glötuð. Með konungs-
bréfum 20. maí 1645 og 17. maí 1646 var prestum í
Danmörku skipað að halda kirkjubækur, og er ekki
ólíklegt, að þetta hafi átt að gilda líka fyrir ísland, þó
ekki finnist það auglýst.
Þann 30. des. 1735 var biskupum skipað, að krefja
prestana um skýrslur um fædda og dána á árinu, og
skyldu þær sendast stjórninni ásamt umsögn biskupa.
Þetta átti svo að gerast árlega framvegis. Það er þó
ekki fyrr en 1746, að prestunum er skipað að halda ítar-
legar bækur um embættisstörf sín og um allt, sem snerti
kirkjurnar og eignir þeirra1).
Nú skyldu menn ætla, að vér ættum fullkomið safn
af kirkjubókum frá 1747, og allt til vorra tíma, en það
er nú síður en svo sé. Lítur helzt út fyrir, að fjöldi presta
hafi vanrækt að fylgja tilskipuninni, og að biskuparnir
hafi lítið látið til sín taka um þetta mál. Að vísu má telja
líklegt, að mikill fjöldi bóka hafi glatazt á tveimur síð-
ustu öldum, en þó getur það varla verið eina sökin. Nú
eru aðeins til kirkjubækur úr fáum prestaköllum eldri
en frá 1785, og örfáar eldri en frá 1770. Þó að vanhirða
presta ogbiskupa um þetta mál hafi sjálfsagt verið mikil,
þá er þó harðla ósennilegt, að allur fjöldi kirkjubóka
fyrir tímabilið 1747—1785 hefði glatazt, ef bækurnar
hefðu á annað borð nokkurn tíma verið til.
Það er líka til skjal, er bendir á, að þær hafi verið
mjög vanræktar framan af. Um 1784 var rithöfundur-
inn C. U. D. Eggers að undirbúa mikið ritv.erk um ís-
land, og vildi fá skýrslur um fædda, fermda, gifta og
dána á íslandi. Sneri hann sér til stjórnarinnar, en hún
(þ. e. Kansellíið) hafði engar, en skipaði biskupunum,
að heimta skýrslur af prestunum; í bréfi Kansellísins
11. sept. 1784 er komizt svo að orði:
,,Disse Lister maa begyndes saa langt oppe i Forti-
1) Lovs. for Island II. 648.