Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 173
Skírnir]
Nokkur orð um kirkjubækur.
167
den som mueligt, i det seneste fra 1768, og om de for-
medelst Kirkebögernes manglende Indretning, eller an-
dre Omstændigheder, ei kan blive saa fuldstændige som
forlanges, maa de gives som de bedst kunne, med Aar-
•sagens oprigtige Opgivelse, hvorfor ei ere bedre".1)
Biskuparnir höfðu engar skýrslur milli handa, en
þeir kröfðu prestana, eins og þeim var boðið, en þar var
ekki greitt um gang. Loksins gat þó Hannes Finnsson
;sent skýrslur úr Skálholtsstipti haustið 1786. Voru þær
að sumu leyti ófullkomnar, og einn prestur svaraði ekki
bréfi biskups. — Úr Hólastifti komu annaðhvort engar
skýrslur, eða þær hafa glatazt. Eggers notaði aldrei
þessar skýrslur, því að hann lauk aðeins fyrra bindinu
af hinu áformaða riti: „Beschreibung von Island“.
Þetta hafði þó engu að síður miklar afleiðingar. í
bréfi til Kansellísins 13. ágúst 1786 segir Hannes bisk-
up Finnsson, að hingað til hafi ekki verið til nein regla
íyrir því, hvernig kirkjubækur skyldu færðar, og því hafi
hann fyrir nokkru samið nákvæma reglugerð um það, og
sent öllum prestum í stiftinu. Sama gerði svo Árni bisk-
up Þórarinsson á Hólum. Umburðarbréf Hannesar er
dagsett 2. jan. 1784, en bréf Árna 24. nóv. sama ár. Dr.
Jón Þorkelsson hefir látið prenta þau bæði í fylgiskjöl-
um við skjalaskrá Landsskjalasafnsins II., Rvík 1905.
Skal því ekki sagt frá þeim hér, þó kannske væri ástæða
td, því að skráin mun vera í fárra manna eigu.
Enda þótt fast form væri fyrirskipað 1746 og nán-
ur ákveðið 1784, þá eru þó sumar kirkjubækur svo illa
færðar, að undarlegt má teljast, og það jafnvel frá síð-
-ari tímum. En þær hafa þó þann kost fram yfir þær eldri,
að þær fylgdu prestsetrunum, og hafa því geymzt bet-
ur- í þingabrauðum hafa kirkjubækur geymzt miklu verr
en þar, sem voru föst prestsetur. Kirkjubækur, sem eru
eldri en frá 1746, voru skoðaðar einkaeign prestanna,
minnisbækur þeirra, og eru þær í því færðar á ýmsan hátt.
1) Lovs. for Island V., 102.