Skírnir - 01.01.1934, Side 175
Skírnir]
Nokkur orð um kirkjubækur.
169
Ekki hafa bækur Hóladómkirkju geymzt betur. Þaðan
eru til bækur yfir árin 1741—1747’), en svo ekki aftur
fyrr en frá 1816. Frá Hrafnagili er til mikið skjalasafn
og kirkjubækur óslitið þangað til kirkjan var flutt til
Akureyrar. Frá Eydölum eru til bækur allt frá 1725,
Einholti 1714—1726, Stafafelli 1726—1749, Þykkvabæ
í Veri 1736—1784, Hrepphólum 1743—1781, Keldum
1737—1774, Miklaholti 1722—1778, Sauðafelli 1735—
1766, Skarði 1743—1768, Stað á Reykjanesi 1743—1784
(def.), Selárdal 1735 óslitið, Miklagarði 1743 óslitið,
Laufási 1740 óslitið, Grenjaðarstað 1742 óslitið, Sval-
barði í Þistilfirði 1728—1761 og Sauðanesi 1717—1784.
Þetta er hið helzta, sem til er af bókum fyrir 1746,
en mjög eru bækurnar misjafnar. Sérstaklega falleg og
vel hirt er Laufássbókin 1740—1794, hún er líka eins
konar sálnaregistur og hefir mikinn fróðleik að geyma.
Hinn nafnkunni merkisprestur Stefán Halldórsson byrj-
aði hana, og síra Jón Vídalín og aðrir eftirmenn hans
í Laufási fetuðu dyggilega í fótspor hans.
Kirkjubókin frá Reykholti hefst með árinu 1664, og
hefir Hannes prófastur skrifað þessa fyrirsögn á titil-
blað bókarinnar, en hún er aðeins til í afriti hans, frum-
rit séra Halldórs er glatað.
Hier ine uppteiknast ka(up-)mála bref þeirra
persona, sem til h. egtaskapar trúlofast hafa her í
Reikhollskyrkiusókn í tyd mijns sáliga foðurs prof-
astsens Sr. Halldors Jónssonar og mine. Li(ka) nofn
þeirra, er fæðst og daeð hafa velflestra allt að Annum
1693. Þar epter hefe egupteiknað þeirra catalogum
í öðrum Memoriale sydan til prestembættis vygðist
Anno 1692. Testor. Hannes Halldors(son).
1) Þessar bækur fluttust með prestum að Saurbæ í Eyja-
firði og Múla í Aðaldal, en á sjálfu biskupssetrinu var engin
kirkjubók til.