Skírnir - 01.01.1934, Page 176
170
Nokkur orð um kirkjubækur.
[Skírnir
Þetta sýnir, að bókin er í rauninni ekki fullkomin
kirkjubók, heldur eins konar minnisbók prestanna. —
Sleppt er að skrifa fæðingar og andlát þess fólks, er þeim
þótti minnstu máli skipta, en kaupmálarnir, sem áríð-
andi var að geymdist, eru vandlega skráðir. Er það ekki
undarlegt, að það skyldu vera hinir fróðu og hagsýnu
Reykholtsfeðgar, sem fyrstir byrjuðu að halda þess kon-
ar bækur hér á landi, svo menn viti, en gaman er að því,
að það skyldi vera gert í Reykholti, þar sem Snorri
Sturluson ritaði sínar bækur. Fullkomin kirkjubók hefst
svo með árinu 1732, og auk þess er til mikið af öðrum
merkilegum bókum, er við koma Reykholtskirkju.
Til þess að gefa mönnum hugmynd um bókina, skal
hér birtur einn kaupmáli frá árinu 1673 :
J Gudz nafne amen.
Anno 1673 29 dmber ad SturluReikiumm j
Nirdra Reikiadal for sofelldur giorningur og hiona-
bandz underbuningur framm á millum efter skrif-
adra erlegra manna af eirne alfu Sra Halldorz
Jonzsonar fyrer hond Jorundar Jonzsonar enn Torfa
Palzsonar af annare vegna sinnar elsku dottur Mar-
gretar: fyrst telur Jorundur Jonsson sier til konu
mundar tiju hundrud j frijdum og ofrijdum pen-
ingum af huorium Jorundur j til giof lofar ad
giefa og gefur Margretu Torfadottur fiordung so
framt þesse Radahagur framkuæmest: hier a mot
telur til heimannfilgiu Torfe Palzson dottur sinne
Margretu þriu hundrud; framar þessu tilskilenn á
badar sijdur kiorgripur ei minne ad verd aurum enn
eitt hundrad; þann eignest þad þeirra er leingur
lifer: ad handsoludum og jatudum þessum giorn-
inge for trulofun framm millum Jorundar og Mar-
gretar efter ordinantiunne fyrer hond og formala
Sra Halldorz Jonssonar j votta vidurvist huerre til
stadfestu og vitnisburðar sijn nofn hier under skrifa