Skírnir - 01.01.1934, Page 177
Skírnir]
Nokkur orð um kirkjubækur.
171
og skrifa lata actum stad are og deige sem fyr
seiger.
Jorundur Jonsson
handsalade
Torfe Palzson
Arne Jonsson
e h
Einar Grijmsson
m e h
Sigmundur Nichlazson
handsalade
Þessi kaupmáli er gott sýnishorn af 17. aldar kaup-
málum alþýðumanna. Presturinn, ersamdi hann, er Hall-
dór prófastur í Reykholti, faðir síra Jóns fróða í Hítardal
°g afi Finns biskups. Reykholtsbókin ,er ekki falleg, en
hefir geymzt nokkurn veginn, þó er hún ekki ósködduð.
Möðruvallabókin 1694—1784 er ólík Reykholtsbókinni
í því, að hún hefir ekki kaupmála, en er aðeins kirkju-
Þók í v.enjulegum skilningi. Titill bókarinnar er:
„Möðruvalla-klausturs kyrkju Altaris-Book,
eður eitt registur fyrir kyrkjuna skýrðra barna,
grafnra persóna og hér í kyrkjunni samangefinna
hjóna“.
Bókin er skrifuð með fallegum rithöndum, og hvert
'°rð læsilegt, enn þann dag í dag. Hún er eindálkuð í
glósnabroti og heft í íslenzkt eltiskinn, og hafa menn lát-
ið það haldast, enda væri tæplega hægt að binda hana
UPP, án þess hún skemmdist.
Síra Oddur Bjarnason í Arnarnesi byrjaði að halda
Þókina, og eftirmenn hans héldu henni áfram með sama
sniði, þangað til gerð var breyting á forminu 1785.
Rithöndin á mynd þeirri, er hér fylgir, er síra Þor-
láks Þórarinssonar sálmaskálds. Hann var prestur til
Möðruvallaklausturs 1745—1773, og var annálaður
listaskrifari.
Halldor Jonsson
e h
Vichfus Þorvardzson
e h
Audun Oddson
handsalade