Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 179
Skírnir]
Nokkur orð um kirkjubækur.
173
Nú mun eg víkja að því, til hvers má nota kirkju-
bækur. Þær eru fyrst og fremst „Publique document“,
eins og Hannes biskup Finnsson komst að orði. Flesta
daga kemur fólk, fleira eða færra, til þess að fá vottorð
um fæðingu, skírn, fermingu eða giftingu úr kirkjubók-
unum í Þjóðskjalasafninu. Þannig hafa til dæmis mörg
hundruð Islendingaí Vesturheimifengið þaðan fæðingar-
og skírnarvottorð. Þetta gagn kirkjubókanna er öllum
kunnugt, og skal því ekki farið frekari orðum um það.
En það er margt annað, sem af kirkjubókum má
læra. Góðir prestar hafa gefið merkilega mynd af menn-
ingarstigi íslenzkrar alþýðu við lok 18. aldar. Hér eru
það fyrst og fremst húsvitjunarbækurnar, sem koma til
greina, en hinar eiginlegu kirkjubækur hafa líka mik-
inn fróðleik að geyma. Skal hér aðeins minnzt á tvö
merkileg atriði: flutning fólks milli héraða og dauða-
niein þess, en allt verður að taka með varfærni, og ekki
niá byggja of mikið á því, sem kirkjubækurnar segja,
okki sízt um sjúkdómana, því að þar skortir prestana oft
bekkingu, eins og nærri má geta.
I kirkjubókunum er listi yfir fólk, er kom inn í sókn-
ina á hverju ári, og það, sem flutti burtu, hvaðan það
kom og hvert það fór. Þessar skýrslur ná að vísu ekki
iangt aftur í tímann, en til eru líka ýmsar aðrar heim-
ildir um þetta atriði, og ber þeim mjög saman, og niður-
staðan er alleinkennileg.
Það má nú reyndar segja, að fólkið flutti sig afar-
Htið á 18. öldinni og fyrri hluta 19. aldar. Allur þorri
naanna yfirgaf ekki átthagana, og fjöldi manns lifði og
dó í fæðingarsókn sinni. Mjög sjaldan fluttust bændur
í fjarlæg héruð, nema helzt, ef þeir fóru með sýslumönn-
um og prestum, er fluttust í ný embætti. Það kom stund-
um fyrir, að allmargir bændur fylgdu vinsælum embætt-
ismanni, þó langt væri.
Samt sem áður áttu talsverðir fólksflutningar sér
stað, og þeir virðast hafa farið nokkurn veginn eftir
fastri reglu, þótt auðvitað séu til margar undantekningar.