Skírnir - 01.01.1934, Síða 180
174
Nokkur orð um kirkjubækur.
[Skírnii-
Fólkið virðist yfirleitt hafa flutt sig rangsælis. T. d.
fluttust menn úr Austur-Skaftafellssýslu einkum til Aust-
fjarða, Sunnmýlingar til Norður-Múlasýslu, Norðmýling-
ar (þó ekki mikið) til Norður-Þingeyjarsýslu. Úr vestur-
hluta Suður-Þingeyjarsýslu fluttist talsvert af fólki til
Eyjafjarðar, og úr Eyjafirði margttil Skagafjarðar aust-
an vatna, Svarfdælingar fluttust margir vestur yfir Helj-
ardalsheiði, Skagfirðingar vestur í Dali og á Strandir.
Til Vestfjarða sýnist mjög fátt fólk hafa flutt sig úr
öðrum héruðum.
Lang merkilegastir eru þó flutningarnir frá Norð-
urlandi til Suðvesturlands. Úr Húnavatns- og Skagafjarð-
arsýslum og lítið eitt úr Eyjafirði gekk allmikill straumur
fólks á þessum tímum suður á Nes og vestur undir Jök-
ul. Er þetta auðvitað bein afleiðing af útróðrunum og
verferðum sjómanna. Nokkuð af Sunnlendingum fluttist
þó norður og settist þar að, en þeir voru langtum færrL
helzt kaupafólk, sem ílengdist fyrir norðan. Á Suður-
landsundirlendinu er nokkuð öðru máli að gegna. Þar
voru allmiklir fólksflutningar innan héraða, en auk þess
fór talsvert af fólki til verstöðvanna á Suðurnesjum og
settist þar að. Rangæingar austan vatna fluttust helzt til
Vestmannaeyja og ekki allfáir til Vestur-Skaftafells-
sýslu.
Þessir flutningar fólksins, þótt ekki væru miklir £
samanburði við það, sem síðan hefir gerzt, hafa haft
mikla þýðingu fyrir þjóðina. Sjálfsagt eiga þeir mestan
þátt í því, að verulegar mállýzkur hafa ekki orðið til
hér á landi, og að þjóðin hefir jafnan skoðað sig sem eina
heild, enda þótt landslagið væri vel til þess fallið, að
hér kæmu upp margar mállýzkur og héraðakritur, eins
og til dæmis í Noregi.
I umburðarbréfum biskupanna 1784 var þess kraf-
izt af prestunum, að þeir skyldu geta þess, hvaða sjúk-
dómar hefðu dregið menn til bana. Nú er ekki við því
að búast, að prestarnir hafi verið vel til þess færir, og
ekki var að tala um læknisskoðun í þá daga. Sjúkdóma-