Skírnir - 01.01.1934, Síða 181
Skírnir] Nokkur orð um kirkjubækui'. 175»
nöfnin ,eru því oft óákveðin, til dæmis „mein innvortis‘%
en engu að síður eru þó þessar skýrslur merkilegar heim-
ildir fyrir sjúkdómasögu landsins, en að sjálfsögðu þarf
lækna til þess að rannsaka þetta atriði.
Geta má þess, að í elztu kirkjubók Sauðaness er
skrá yfir alla, er dóu í bólunni 1708. Voru þeir 25 að tölu.
Nálega eingöngu ungt fólk. í sókninni mun hafa verið
um 120 manns. í Möðruvallasókn í Hörgárdal dóu um
80 úr bólunni af rúmlega 300, er í sókninni voru. Líkin
voru flutt í hópum til kirkjunnar. Einn dag voru jörðuð.
14 í einu.
Þá má einnig í mörgum prestaköllum semja ítar-
legar skýrslur um barnadauða, áhrif styrjalda, hafíss,
eldgosa og jarðskjálfta á mannalát, fyrir og eftir 1800,,.
og margt fleira, sem hefir mikla sögulega þýðingu.
Þá var prestunum sérstaklega skipað að geta þess
vandlega, ef nokkrir, og þá hve margir, hefðu farizt úr
hungri. Þetta eru sorglegustu athugasemdirnar í kirkju-
bókunum. Það má vera kaldlyndur maður, sem ekki
kemst við, er hann hvað eftir annað sér tilgreind dauða-
rnein: vesöld, megurð, ófeiti, uppdráttarsýki, harðrétti
og svo framvegis.
Fólk mun hafa dáið úr hungri á flestum árum 18.
aldarinnar, þó ekki margt, og miklu færra en á 17. öld-
inni, þangað til Móðuharðindin komu. Þá varð hinn óg-
urlegi mannfellir eins og menn vita. Svo komu Napó-
leonsstríðin og siglingateppan, sem orsökuðu matarskort
og hungurdauða. Á tv.eimur fyrstu áratugum 19. aldar-
innar er alloft hungur eða hor tilgreint sem dauðamein.
Þó er það sjaldnar en við hefði mátt búast. Hefðu öll
þessi ólán dunið yfir ísland um 1700, myndu eflaust
miklu fleiri hafa dáið úr hungri. Mikill hluti 18. aldar-
innar var að ýmsu leyti framfaratímabil, þó að hún end-
aði sorglega.
Helzt voru það þurrabúðamenn og förumenn, sem
fórust úr hungri í byrjun 19. aldar. Má finna þess mörg