Skírnir - 01.01.1934, Síða 182
176
Nokkur orð um kirkjubækur.
[Skírnir
dæmi; en eg ætla að tilfæra eitt úr kirkjubók Reykja-
víkur 3. apríl 1814.
,,. . Þann sama dag og undir eins grafinn, eftir
tilgátu nefndur Jón Jónsson, sem næstliðinn 29. mars
fannst dauður útá víðavangi af smaladreng klaustur-
haldara Páls á Vatni, Jóni Jónssyni á svokölluðum
Vatnsengjum, og tjáist að hann þekkjanlega hafi upp-
veslazt af vanmætti og burðaleysi á ferð sinni, en engin
kennimörk fundust á honum hvaðan væri, ,eða hvar í
dvöl hefði verið seinast, nema 4 ára gamall vitnisburða-
seðill Gísla Skæringssonar frá Hvítanesi, áritaður af
Kjósar hreppstjórum“.
Það eru ömurleg endalok þessa manns. Hann krókn-
ar út af skammt frá bæjum. Enginn veit hvað hann
heitir, honum er fleygt í moldina. Enginn spyr um, hv.er
hann sé, éða hvaðan hann sé kominn. Dæmi þessu lík
má finna víðsvegar af landinu.
Þá má einnig fá all-merkilegar upplýsingar um ver-
ganginn á 18. öld. Hann hefir verið mestur við Faxa-
flóa, frá Jöklinum og suður í Garð, eftir því hvernig
aflaðist. Urðu Borgfirðingar fyrir þungum búsifjum af
förumönnum, og er það blátt áfram talinn ókostur við
ýmsar jarðir, hve þurfamannaflutningur sé erfiður, er
yfir vatnsföll eða aðrar torfærur var að sækja.
Þá má einnig fá upplýsingar um meðferð á niður-
setum, og eru þær ekki beinlínis ánægjulegar. Oft ,er
þess getið um unglinga, sem ekki kunnu að lesa, að þeir
séu niðursetur, og oft verða þ.eir skammlífir. Þótt undar-
legt sé, lítur svo út, að á sumum heimilum hafi orðið
sérstaklega snöggt um hreppsómaga, hvort sem það er
af náttúrlegum orsökum eða ekki. Það lítur svo út, sem
allt fram yfir 1800 hafi sveitarlimir varla verið taldir
menn og viðurgerningurinn þá eftir því. ,,Sér ekki á sveit-
arómaga“, segir gamalt máltæki. Það er ekki hallæri í
landinu, meðan sveitarómagar eru í góðum höldum. Má
það teljast merkilegt, hve prestarnir tala kuldalega um