Skírnir - 01.01.1934, Síða 183
Skírnir]
Nokkur orð um kirkjubækur.
177
þessa vesalinga þjóðfélagsins, en það sýnir, hvernig al-
menningsálitið hefir verið í þá daga.
Þá er auðvitað í bókunum skýrslur um skírlífisbrot,
lausaleiksbörn og svo framvegis, og ennfremur ýmsar
siðferðislegar athugasemdir prestanna. Til dæmis skrif-
ar einn prestur þetta um 24 ára gamla stúlku.
„Varð augljós að dulsmáli og fékk nokkurt straff,
þó of lítið, af því hún hefir aldrei látið sjá á sér nein
iðrunarmerki þar fyrir, en heldur sér þar á móti mjög
svo fram í klæðaburði“.
Hún hefir ekki ætlað að láta ólánið buga sig, stúlk-
an sú arna.
Þá kem eg að hinum bókunum, húsvitjunarbókun-
um, eða sálnaregistrunum, eins og þær eru vanalega
nefndar. Þær eru ekki til eins gamlar og kirkjubæk-
urnar, og ekkert verður sagt með vissu um, hvenær
prestarnir hafi byrjað að halda þær. Gísli biskup Jónsson
skipaði prestunum að húsvitja í sínum sóknum, en hvern-
ig þeir hafa gert það, er ekki hægt að segja nú, því að
«ngar húsvitjunarbækur eru til fyrr en kemur fram á
18. öld, og örfáar eldri en frá því um miðja öldina.
Fyrst frman af voru þær misjafnlega færðar, og reynd-
ar virðist svo, sem margir prestar hafi lengi lagt litla
rækt við þær; en frá 1785 er þó víðast hvar fylgt nokk-
urnveginn því formi, er biskuparnir höfðu fyrir skipað.
Húsvitjunarbækur eru fyrst og fremst árlegt fólks-
lal í sóknunum og skýrt frá stétt, aldri, fermingu, lestr-
urkunnáttu, hegðun og kunnáttu fólksins, og svo sagt
frá, hverjar guðsorðabækur séu til á heimilinu. Sem dæmi
um vel færða bók, vil eg birta húsvitjunarskýrslu úr
Glæsibæjarprestakalli 1785. Bærinn er Hlaðir á Þela-
mörk, sem ekki var efnaheimili, og bóndinn enginn sér-
legur virðingamaður.
12