Skírnir - 01.01.1934, Page 184
178
Nokkur orð um kirkjubækur.
[Skírnir
Mannanöfn Stétt Aldurs- ár Fermd Lesandi Hegðun Kunnátta
Markús Markússon Hús- bóndi 63 Já Les- andi Skilvís, frómur Þjónustusam- ur og þrifinn
Bergþóra Árnad. Hans kona 64 Já Les- andi Fróm, meinhæg Þjónustusöm og iðin
Árni Markússon Þeirra son 23 Já Les- andi Skikkan- legur Velkunn- andi, skýr
Þorg. Markúsdóttir Þeirra dóttir 27 Já Les- andi í meðal- lagi Dauf til skilnings
Þorbj. Benediktsd. Fóstur barn 13 Nei Les- andi Skikkan- leg Kann að lesa bænir
Helga Ólafsdóttir Niður- seta 30 Já Les- andi Mein- hæg Dauf og fáfróð
Bækur í húsinu: Vídalínspostilla, Grallari, Sálmabók, 2 bækur
Joh. Arndts, 2 hugvekjubækur Gerhardi, Eintalið, Vídalíns föstu-
prédikanir, Passíusálmar, Vísnabók, Krossgöngur, defect, Lífsins
brunnur 1598, Fæðingar-, Samúels-, Huggunar- og Iðrunarsálmar,
Kristindómur og fleira, Gjafa Nýja testamennti.
Þannig lýsir presturinn, Jón Jónsson, síðar prestur
á Myrká, menntunar- og siðferðisástandinu á fremur litlu
sveitaheimili 1785. Það er auðséð, að hjónin hafa verið
allvel uppfrædd, og hafa ef til vill átt fleiri guðorða-
bækur en venja er til á jafn litlu heimili1). Skýrslurn-
ar um bókaeign fólksins eru mjög merkilegt atriði í
menningarsögu landsins. Eg hefi áður reynt að sanna,
með rannsókn á skiptabókum og húsvitjunarbókum, að
undir lok 18. aldar hafi bændur hér á landi átt miklu
meira af bókum en stéttarbræður þeirra í Noregi og Dan-
mörku2).
Þessar skýrslur prestanna ná að vísu aðeins yfir
1) Bókin „Lífsins brunnur" (Fons Vitae), sem hér var til,
er prentuð á Hólum 1598, en er ekki lengur til á íslandi, svo menn
viti. Tvö eintök eru til í Kgl. bókasafninu í Kaupmannahöfn. Fleiri
eintök þekkjast nú ekki. Sbr. H. Hermannsson: Islandica IX.
2) ísl. alþýðumenntun á 18. öld. Rvík 1925.