Skírnir - 01.01.1934, Page 185
Skírnir]
Nokkur orð um kirkjubækur.
179
guðsorðabækur, enda var ekki mikið til af öðru á 18. öld.
Þegar kom fram á 19. öld, fóru einstaka prestar, t. d.
síra Gísli Jónsson í Stærra-Árskógi, einnig að geta um
veraldlegar bækur í sálnaregistrum. Eg set hér sem
sýnishorn skýrslu séra Gísla um bókaeign Jóns Ás-
mundssonar á Syðri-Haga á Árskógarströnd við hús-
vitjun 1828. Hann var meðalbóndi og enginn sérlegur
atkvæðamaður: Biblían frá 1813, Nýja Testamentið
1750 og 1807, Biblíukjarni,tvær nýjar messusöngsbækur,
Stúrms hugvekjur, allir partar, Vídalíns postilla, Ano-
uymi föstuprédikanir, Basthólms Höfuðlærdómar, fyrri
partur, Bjarna- og Þórðarbænir, Eðlisútmálun manneskj-
unnar, Hallgrímskver, tveir barnalærdómar, Basthólms
altarisgöngukver, Hallgrímssálmar, Fæðingarsálmar,
Sigurljóð, Náttúruskoðari, Arndts Kristindómur, 2 part-
ar, Kvöldvökur, 1. og 2. partur, Vinagleði, Gaman og
alvara 1, Barnagull, Nýjárs prédikanir J. A. Vikuoffur,
Passíu-, upprisu- og fæðingarsálmar, Sálmabókin frá
1742 með guðspjöllum og pistlum.
Jón bóndi er talinn að hafa sæmilega kunnáttu, það
er að segja, að hann hefir ekki verið meira en í meðal-
lagi menntaður. Bókaeign hans er alls ekki lítil, en auð-
vitað hafa margir bændur, víða um land, átt miklu meira
af bókum, en því miður eru til litlar upplýsingar nema
um guðsorðabækur, og þær eru að miklu leyti þær sömu
víðast hvar, að minnsta kosti í Hólastipti forna. Ef til
vill hefir verið einhver munur á bókaeign manna sunn-
an lands og norðan, en um þetta mætti fá upplýsingar
uieð því að rannsaka sem flestar húsvitjunarbækur.
Ef nokkuð má marka skýrslu Harboes, þá var um
1742—1744 nærri helmingur fólks í Hólastifti ólæs, og
meira en helmingur í Skálholtsstifti. Margir vilja ekki
trúa þessum tölum, enda eru þær auðvitað ekki nákvæm-
ar. Þó munu þær ekki vera fjarri lagi.
Með því að rannsaka húsvitjunarbækurnar má sjá,
að á árunum 1746—1785 fjölgar læsum mönnum ár frá
ári, þótt þjóðin væri ekki allæs fyrr en á 19. öld. Les-
12*