Skírnir - 01.01.1934, Page 186
180
Nokkur orð um kirkjubækur.
[Skírnir
andi unglingar koma í stað gamla ólæsa fólksins, er það
fellur frá. Það má sjá árangurinn af þolinmóðri vinnu
prestanna, í því hve ólæsum fermingarbörnum fækkar,
eftir því sem líður á öldina. Eg vil taka til dæmis Lauf-
ássókn. Árið 1746 voru fermd 11 börn í Laufási, aldur
13—16 ára, af þeim voru 4 ólæs, og 1 lítt lesandi; árið
1747 voru fermd 6 börn, 1 lesandi, 2 í stöfun, og 3 ólæs,
allt stúlkur.
Árið 1750 voru 33 unglingar, 11—20 ára í sókninni.
Af þeim ^eru 5 taldir ólæsir, og margir hinna lítt læsir
eða í stöfun; 1753 eru 4 unglingar taldir ólæsir. Svo fer
þetta að breytast, ólæsum unglingum fækkar, og það eru
þá helzt aumingjar til heilsu eða fátæklingar, tökubörn
og niðursetur. Loks kom þar að, að árið 1777 voru 12
unglingar fermdir í Laufáskirkju, sem allir eru taldir
„sæmilega læsir“.
Svipuð þessu var þróunin í mörgum öðrum presta-
köllum. Sumstaðar á landinu var þó margt manna óles-
andi fram yfir 1800, einkum í Snæfellsness- og Barða-
strandarsýslum og í Reykjavík.
í Reykjavíkursókn voru árið 1802 um 80 mann-
eskjur, eldri ,en 12 ára, taldar ólesandi. Flest var þetta
gamalt fólk. í sókninni voru alls 853 manns, þar af 557
taldir lesandi, 549 voru fermdir og 583 höfðu verið til
altaris á árinu. Geta má þess, að árið 1804 voru 35 fang-
ar í hegningarhúsinu, og voru þeir allir fermdir og læsir.
Meðal fanganna voru nokkrar nafnkunnar manneskjur,
t. d. Bjarni og Steinunn frá Sjöundá, Grímur Ólafsson
borgari og Þrúður Dagsdóttir.
Mjög erþað áberandi, hve miklu fleiri stúlkur held-
ur en piltar voru ólesandi fram eftir 18. öldinni. Það
mun ekki hafa þótt viðeigandi, að stúlkur væru að fást
við bóknám.
Eins og sjá má af bókinni frá Laufási og ýmsum
fleiri, var það siður, um og eftir miðja 18. öld, að ferma
börn, þó þau væru ólæs, ef þau höfðu lært utan bókar
hin fyrirskipuðu fræði og bænir.