Skírnir - 01.01.1934, Page 187
Skírnir]
Nokkur orð um kirkjubækur.
181
Loks áttu prestarnir að segja frá hegðun fólks og
kunnáttu. Gerðu margir þeirra það af hinni mestu sam-
vizkusemi um langt skeið.
Má af þessu margt læra um siðferði, menntun, verk-
hæfni og skaplyndi forfeðra vorra. Nú ber þó þess að
gæta, að dómar pr,estanna eru ærið misjafnir, eins og við
er að búast, eftir því hverjar kröfur þeir gerðu til fólks-
ins, og eftir því, á hvaða stigi þeir sjálfir voru. Stundum
hefir líka sjálfsagt komið til greina persónuleg vinátta
eða óvild. Yfirleitt má segja, að prestarnir bera ekki of-
lof á fólkið, og segja rækilega frá göllum þess og brest-
um, þó það sé oftast gert gætilega og með kurteisum
orðum, og er víða hægt að sanna með öðrum heimild-
um, að dómar þeirra eru furðu réttir og merkilega ná-
kvæmir. Eg hygg því, að ef húsvitjunarbækur og kirkju-
bækur eru notaðar með varúð og gagnrýni, þá séu þær
ein hin merkilegasta heimild fyrir menningarsögu vora
í nærfellt hundrað ár.
Hér verður nú áð nema staðar að sinni. Þetta átti
nðeins að vera ofurlítil hugvekja, til þess að sýna þeim,
Sem ekki þekkja til, hvílíkur feikna fjársjóður er fólg-
lnn í þessum bókum íslenzku kirkjunnar. Vona eg, að
Þeim verði meiri sómi sýndur í framtíðinni, en verið hef-
ir hingað til. Eg er viss um, að þeir, sem fara fyrir al-
vöru að rannsaka þær, munu ekki sjá eftir þeim tíma,
er þeir verja til þess.