Skírnir - 01.01.1934, Side 189
Skírnir]
William Morris.
183
tækasta og bezta skilningi orðsins. Hann var einhver fjöl-
hæfasti snillingur, sem uppi hefir verið, og gengur þar að
sumra hyggju næst Leonardo da Vinci. Hann var gæddur
frábærum næmleik fyrir fegurð á öllum sviðum, og jafn-
framt hæfileika til að skapa sjálfur fegurð jafnt í litum,
formi og línum sem í ljóði. Allt lék í höndum hans, hann
gat gert hvað sem hann lagði hendur að. Og hann hefði
getað varið lífi sínu til þess að skapa þá fegurð, sem hug-
urinn girntist, fullnægja listamannsþrá sinni og smekk með
því, sem hann skapaði sjálfur, og „unað svo glaður við
sitt“. Og mörgum mundi virðast eðlilegt, að það hefði
nægt honum, og það því fremur sem enginn var vinnu-
Teifari en hann, enginn þekkti hina sönnu vinnugleði bet-
ur af eiginni reynd en hann. Vinnugleðin, skaparagleðin
var honum æðsti unaður lífsins. Og hann hafði erft all-
niikinn auð, svo að hann gat unnið áhyggjulaust að því, sem
hann girntist. En þegar hann leit í kringum sig, sá hann
hvergi vott vinnugleðinnar, því að honum virtist allt, sem
menn þá bjuggu til óg höfðu umhverfis sig, hús og hús-
búnaður, fötin, áhöldin og hvað sem til var nefnt, ljótt og
smekklaust. En það var honum sönnun þess, að það var
andvana fætt, það var ekki afspringur vinnugleðinnar eins
og öll sönn list var að hans dómi. Og listin var í hans aug-
um meira en hinar svo nefndu æðri listir, svo sem málara-
list og myndhöggvaralist. Listin var öll þau verk þar sem
verlcamaðurinn gerir betur en hann þarf til þess að full-
naagja líkamlegum þörfum sínum. Listin var vottur vinnu-
gleðinnar, æðsta unaðar, sem mönnum getur hlotnazt. í
henni birtist endalaus viðleitni mannsins að gera af frjáls-
um vilja betur og betur hvað sem hann lagði hönd á, hún
var ljúfasti leyndardómur lífsins. Hann sá undir eins á
hverjum hlut af hvaða hugarástandi hann var sprottinn.
Hlutirnir voru honum ímynd þess anda, sem bjó í því þjóð-
félagi, sem hafði framleitt þá. Ljótleikinn var áfellis-
dómur um framleiðendurna, sýndi, að viðhorf manna til
vinnunnar var óheilbrigt. Þessi skilningur lét hann ekki
í friði, og hann varði sinni óþrjótandi orku og hagleik til