Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 190
184
William Morris.
[ Skírnir
að opna augu manna fyrir þessu mikla meini og1 bæta úr
því. Hann barðist fyrir hugsjón sinni í orði og verki. Og
hann byrjaði á því, sem næst var. Þegar hann kvongaðist
1859, þurfti hann að fá sér íbúð. Hann vildi hafa hana
að öllu leyti eftir sínum smekk, og þá var ekki annars.
kostur en að láta gera sér hús sjálfur. Til þess fékk hann
ungan húsameistara, en sjálfur hafði hann og lagt mikla
stund á húsgerðarlist, svo að allt var með ráði gert. Hann
keypti aldingarð í grend við Lundúnaborg og þar byggði
hann húsið og setti það þannig í garðinn, að varla þurfti
að fella neitt tré. Var ekki lögð minni rækt við fegurð
garðsinsen hússins sjálfs. Húsið þótti bera af, að einfaldri
fegurð og því, hve vel var vandað til alls og efnið naut
sín vel.
Þegar húsið var tilbúið, varð að sjá fyrir húsgögnum,
en Morris reyndist erfitt að fá þau gerð eftir teikningum
sínum og vina sinna eins og honum líkaði, og það varð til
þess, að hann með nokkrum vinum sínum setti á fót iðn-
fyrirtækið Morris, Marshall, Faulkner & Co. Markmið
þessa fyrirtækis var að skapa listrænan iðnað, láta lista-
menn hugsa upp snið allt og skraut og vaka yfir því, að
hlutirnir yrðu gerðir nákvæmlega eins og til var ætlazt.
Það átti að smíða fagra og haganlega hluti og þannig
hafa áhrif á smekk manna með ágæti hlutanna sjálfra, í
stað þess að haga sér eftir smeklc almennings, sem oft hefir
engan smekk, og smíða það, sem selzt, hvort sem það er
andstyggilega Ijótt eða ekki. Ætlun fyrirtækisins var að
leggja stund á:
I. Veggskraut, hvort heldur myndir eða flúr eða að-
eins með samræming lita, bæði í íbúðarhúsum, kirkjum
og opinberum byggingum.
II. Útskurð á því, sem til húsgerðar heyrir.
III. Litað gler, sérstaklega í samræmi við annað vegg-
skraut.
IV. Málmsmíðar alls konar og skrautgripi.
V. Húsbúnað, hvort heldur fegurð hans var fólgin í
sniðinu eða í notkun efniviðs, er ekki hafði áður, þekkzt,,