Skírnir - 01.01.1934, Side 191
Skírnir]
William Morris.
185
eða í samræminu við annað húsaskraut. Hér til heyrði alls
konar útsaumur, leðurverk og skraut úr öðrum efnum, og
hvers konar gripir til heimilisnota.
Flest af þessu komst í framkvæmd. Morris teiknaði
flestar fyrirmyndir sjálfur, og vakti yfir því, að allt væri
gert nákvæmlega eins og til var ætlazt. Hann hafði frá-
bært lag á því að kenna mönnum listirnar, því að hann
lærði allt sjálfur og gat allt, sem hann reyndi. Hann lagði
síðar mikla stund á alls konar listvefnað og teiknaði sjálf-
ur um 600 vefnaðarfyrirmyndir af ýmsum tegundum. Hann
setti upp ábreiðuvefstól í svefnherbergi sínu og óf þar á
morgnana, áður en hann tók sér morgunverð. Stundum sat
hann 10 stundir á dag í vefstólnum, og hann langaði allt af
heim í vefstólinn sinn, þegar hann var að heiman.
Morris rak sig brátt á það, að margar af þeim iðnum,
er hann stundaði, voru enn í hinni mestu fáfræði um að-
ferðir til að framleiða sumt af því, sem til þurfti. Honum
líkuðu t. d. ekki þeir litir, sem völ var á, og varð því sjálf-
ur að læra listina að búa til jurtaliti og lita með þeim.
Hann lærði hana aðallega af gömlum bókum, og hann bar
svo gott skyn á það, sem hann fann þar, og bjó sig svo vel
undir, að sagt er, að varla ein einasta litunartilraun hans
mistækist.
Síðustu ár æfi sinnar lagði hann sérstaklega stund á
endurbætur í bókagerð. Prentlistinni hafði hnignað mjög
að fegurð. Elztu prentuðu bækurnar voru fegurstar að
leturgerð og frágangi, því að letur þeirra var sniðið mjög
eftir skrautritun, sem stóð með miklum blóma á miðöld-
um, eins og kunnugt er. Morris var sjálfur listaskrifari,
skrautritaði og lýsti handrit, sem þykja bæði frumlega og
fagurlega rituð. En nú var prentlistin eins og annað komin
undir vald gróðafíknarinnar og ekki hugsað um fegurðina,
heldur tekjurnar af prentverkinu.Morristóksérfyrirhend-
ur að endurbæta prentlistina, fegra letrið og gera það læsi-
legra, finna hvaða stafabil og línubil fór bezt, hver var
fegurst lögun blaðsíðunnar, vanda pappír og svertu og allt
buð, er skraut bókarinnar snerti. Hann setti á stofn hina