Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 192
186
William Morris.
[ Skírnir
frægu Kelmscott-prentsmiðju og prentaði þar fegurstu
verk prentlistarinnar á síðari öldum. Bókaskrautið teikn-
aði hann mest sjálfur af mikilli list. Frægasta verk úr
þeirri prentsmiðju er útgáfan af Chaucer, sem var uppá-
haldsskáld Morrisar. Það þykir frábært meistaraverk.
Hinn frægi málari Burne-Jones dró myndir í það. Lands-
bókasafnið á tvær bækur, sem Kelmscott-prentsmiðjan hef-
ir prentað, gjöf frá Morris sjálfum, og tvær arkir á perga-
menti af Chaucer-útgáfunni, gjöf frá Miss May Morr,is.
Morris hafði þannig tekið fyrir hverja iðngreinina
af annari, lært hana sjálfur, fegrað hana og fullkomnað
og skapað hluti, sem menn girntust að eiga sakir ágætis
þeirra. Hann sýndi þannig í verkinu, að það var hægt að
gera fagra hluti, og fá markað fyrir þá, vekja hina blund-
andi fegurðartilfinningu manna, svo að þeir tækju hið fagra
fram yfir hið ljóta, þegar þeir gátu valið um. Hann gat
þetta af því að hann var snillingur og um leið nógu efnað-
ur til að geta komið hugmyndum sínum í framkvæmd. En
það nægði honum ekki. Hann sá, að allur almenningur fékk
ekki að njóta þess, sem honum varð auðið að njóta. í fyrir-
lestri sínum „Um fegurð lífsins" segir hann: „Eg ætla að
benda yður á síðustu hættuna, sem ógnar menningunni,
hættu, sem hún sjálf hefir skapað. Hún er sú, að menn í
baráttunni um það að afla sterkasta hluta mannkynsins
alls munaðar, svifti gjörvalt mannkynið allri fegurð lífs-
ins; hættuna, að þróttmestu og vitrustu mennirnir, í við-
leitni sinni að fá fullt vald yfir nátúrunni, eyðileggi um leið
einföldustu og útbreiddustu gjafir hennar og þar með geri
alþýðu manna að þrælum sínum og sjálfa sig með og dragi
að lokum heiminn í annað sinn inn í villimennsku, enn
ógöfugri og þúsund sinnum vonlausari en hin fyrri var“.
„Eg geri ráð fyrir, að fáir mundu þora að halda því
fram, að fegurð lífsins sé einskis virði, og þó hegða flestar
siðaðar þjóðir sér eins og hún væri einskis virði, og gera
þannig rangt bæði sjálfum sér og þeim, sem eftir þær
koma; því að þessi fegurð, sem einmitt er það, sem
felst í orðinu list, er að mínum dómi ekkert aukaat-
riði í mannlífinu, er menn geti haldið eða sleppt eftir