Skírnir - 01.01.1934, Síða 193
Skírnir]
William Morris.
187
vild sinni, heldur bein lífsnauðsyn, ef vér eigum að lifa eins
og náttúran hefir ætlazt til og ekki láta oss nægja að vera
minna en menn“.
Og hann sýnir fram á, að það hafa verið tímabil í
sögunni, þegar nálega hver hlutur, sem gerður var af
mannahöndum, bar meiri eða minni merki fegurðarinnar,
og sannar það, að alþýða manna skapaði fagra hluti og
kunni að meta þá. Þeir, sem unnu að hinum æðri listum,
voru allt af og verða ávalt tiltölulega fáir. Þeir hafa verið
blómi og fullkomnun hins auðuga undirgróðurs, og hann
er skilyrði þess, að þeir geti náð æðstu, fullkomnun og al-
menningur kunni að meta verk þeirra. Listamenn endur-
reisnartímabilsins voru blómi þeirrar listar, sem á undan
var gengin og engin eiginleg endurreisn, að dómi Morrisar.
En frá þeim tímum hefir alþýðulistinni hnignað, svo að
þó að alþýða manna hafi síðan fengið meiri og meiri hlut-
deild í öllu öðru, hefir frumburðarréttur listarinnar verið
af henni tekinn. Þar hefir stóriðnaðurinn valdið mestu
um. Þar varð markmiðið ekki að skapa fagra hluti, held-
ur að græða fé. Stóriðnaðinum fylgir skifting vinnunnar.
Þar gerir verkamaðurinn ekki nema fáein handtök að
hverjum hlut og fær ekki að skapa hlutinn í heilu lagi;
bann stendur ekki lengur í neinu sambandi við þann, sem
á að nota hlutinn, sem hann smíðar, og hefir því hvorki
gleðina af að skapa hlutinn sjálfur eða vita um það, hvern-
ig notandanum fellur hann í geð.
Með þessum hætti var verkamaðurinn sviftur æðstu
gleði lífsins, vinnugleðinni. Þeirri gleði lýsir Morris vel.
Hann segir: „Ánægjan, sem menn ættu að hafa af því að
gera hvaða smíðisgrip sem er, á rætur sínar í hinum brenn-
undi áhuga, sem hver heilbrigður maður hefir á hollu lífi
og er að minni hyggju einkum undin úr þremur þáttum:
tilbreytninni, skaparavoninni og virðingunni fyrir sjálf-
um sér, sem kemur af vitundinni um það að gera gagn;
Þar við má bæta hinni dularfullu líkamlegu nautn, sem
fylgir því að beita líkamskröftum sínum fimlega“. Hann
segir á öðrum stað í erindi til listamanna: „Ánægjuna haf-
ið þér allt af hjá yður og ekki getið þér notið hennar í