Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 194
188
William Morris.
[Skírnir
óhófi og- hún minnkar ekki, þó að þér njótið hennar, held-
ur vex; ef það ber við, að þér séuð þreyttir á henni að
kveldi, eruð þér aftur sólgnir í hana að morgni; eða ef
yður fyrst í stað að morgni finnst hún fjarri sanni, þá
fer nú svo, að þegar þér hafið hreyft höndina um stund
eins og hún á venju til, þá streymir fram ný gleði og þér
eruð aftur hamingjusamir“.
Um hlutverk listarinnar í hinum víðtæka skilningi
þess orðs segir hann meðal annars þetta: „Heimurinn
verður nú að kjósa um það, hvort hann vill hafa list eða
hafna henni, og vér verðum einnig hver og einn að gera
oss ljóst, hvorn flokkinn vér ætlum að fylla, þeirra, er
hreinskilnislega kjósa listina, eða hinna, er hreinskilnis-
lega hafna henni.....Ef þér kjósið hana, þá verður hún
að vera þáttur í daglegu lífi yðar og í daglegu lífi hvers
manns. Hún fylgir oss hvert sem vér förum, í hinni fornu
borg, fullri af minningum liðinna alda, á nýruddri bújörð
í Ameríku eða nýlendunum, þar sem enginn hefir búið svo,
að venjur mynduðust umhverfis hann, í hinni kyrrlátu sveit
og í hinni annríku borg, enginn staður skal fara á mis við
hana. Þér munuð hafa hana með yður í sorg yðar og gleði,
á vinnustundum yðar og tómstundum. Hún á ekki að gera
sér neinn mannamun, heldur vera eign hárra og lágra,
lærðra og ólærðra og vera mál, sem allir skilja. Hún mun
ekki hindra neitt starf, sem nauðsynlegt er mannlegu lífi
á hæsta stigi, en hún mun eyðileggja allt ósæmilegt strit,
allt slekjandi óhóf, allan hlálegan hégóma. Hún verður
rammur andstæðingur fáfræði, óráðvendni og harðstjórn-
ar og elur upp góðvild, sanngirni og traust manna á meðal.
Hún mun kenna yður að bera karlmannlega lotningu fyrir
æðstu vitsmunum, en að fyrirlíta engan, sem ekki þykist
vera það, sem hann er ekki; og tækin, sem hún vinnur
með, og fæðan, sem hún nærist af, verður ánægjan, sem
menn hafa af daglegu starfi sínu, ljúfasta og bezta gjöf-
in, sem heimurinn hefir nokkurn tíma fengið“.
Fyrsta krafa, sem Morris gerði fyrir aðra, var það,
að þeir væru ekki látnir vinna annað en það, sem vert
væri að vinna. „Hugsið ykkur“, sagði hann, „þá breytingu,