Skírnir - 01.01.1934, Page 195
Skírnir]
William Morris.
189
sem þá yrði á heiminum. Eg verð að segja, að mig sundlar,
þegar eg hugsa um það feiknastarf, sem gengur til þess
að búa til gagnslausa hluti. Það væri fróðlegt dagsverk
fyrir hvern, sem þrek hefði til þess, að ganga einhvern
virkan dag eftir tveimur eða þremur aðalgötunum í Lund-
únum og athuga nákvæmlega allt það í búðargluggunum,
sem er til trafala eða óþarft í daglegu lífi hvers alvarlegs
manns. Nei, um flesta af þessum hlutum kærir enginn mað-
ur, alvarlegur eða gálaus, sig agnar ögn; jafnvel hinir
grunnfærustu ímynda sér aðeins af heimskulegum vana,
að þeir þarfnist slíkra hluta, og mörgum mönnum, jafnvel
þeim, sem kaupa þá, eru þeir aðeins til trafala, er þeir
starfa, hugsa eða skemmta sér“.
Morris blæddi í augum, að menn voru látnir eyða
kröftum sínum til þess að búa til alls konar drasl, sem
enginn hefir sannarlegt gagn eða gleði af. Hann vildi, að
menn gerðu aðeins nytsama og fagra hluti og sæktust ekki
eftir öðru. „Hafið ekkert í húsum yðar“, segir hann, „nema
Það, sem þér vitið að er gagnlegt, eða teljið fagurt“. —
„Standið á móti breytingu, sem er aðeins breytingarinnar
vegna; hún er bráður bani allra lista“. „Einn góður hlutur
getur annan af sér, og það er vissulega satt, að þegar góð
tízka er komin, þá er festa í tízku og ást á fögrum hlutum
sjálfra þeirra vegna og ekki vegna þess að þeir eru nýjung,
bæði mannleg, skynsamleg og vottur um menningu og
hjálpar þeim, sem búa til vörur, jafnt meisturum sem
verkamönnum, gefur þeim tíma til að hugsa um fagra
hluti og hefja þannig líf sitt á hærra stig“.
Morris leit svo á sem hið mikla mein þjóðanna á hans
tímum væri það, að allur almenningur væri sviftur hinni
sönnu gleði lífsins, þeirri gleði að njóta sín við skapanda
starf, starf sem stefnir að fegurð í öllum efnum og full-
homnun þess, sem vinnur, og þess, sem nýtur vinnunnar.
Hann mundi hafatekið undir orð Jónasar Hallgrímssonar:
Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóa,
alefling andans
og athöfn þörf.